21.08.1913
Efri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 655 í B-deild Alþingistíðinda. (2016)

109. mál, forðagæsla

Steingrímur Jónsson:

Jeg mun áður hafa eitthvað andæft öllu þessu horfellistali, en jeg vil leyfa mjer að vísa á bug þeim orðum háttv. 6. kgk., að jeg sje að reyna að breiða yfir horfellinn, af því ,, að jeg skammist mín fyrir hann (G. B.: Þetta er mesti misskilningur). Orð mín við síðustu umræðu spruttu af því, að jeg vildi benda á, hvað mikið verk hefur verið unnið á síðasta mannsaldri, til þess að bæta meðferð á skepnum. Það er hart, að láta það altaf klingja í eyrum manna, að þeir sjeu fyrirlitlegar horlýs, hversu miklar og suðsæjar sem framfarirnar eru. Það verður að gæta þess; að þjóðinni er mikil uppörfun í því, að framfaraviðleitni hennar sje viðurkend. Sífeld harmakvein yfir ástandinu geta dregið kjark úr henni. Mjer fundust orð háttv. 6. kgk. gefa mjer tilefni til að taka þetta fram.

Annars er jeg nefndinni þakklátur fyrir þær brtill., sem hún hefur gert við frv., og vona jeg, að það verði vinsælt í því formi, sem það nú fær. Jeg hefði raunar óskað, að ekki væri svo mikið breytt frá horfellislögunum, sem nefndin hefur gert, en þó álit jeg, að þetta frv. með brtill. nefndarinnar bæti þau. Jeg mun því greiða því atkvæði mitt.