23.08.1913
Efri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 669 í B-deild Alþingistíðinda. (2030)

57. mál, girðingar

Jón, Jónatansson, framsögumaður:

Áður en jeg minnist á brtill. þær, er nefndin hefur gert, vildi jeg segja örfá orð um málið í heild sinni. Jeg heyrði það að vísu, að þegar verið var að ræða mál þetta í hv. Nd., þá var verið að tala um girðingarsótt, en jeg býst við því, að það verði ekki sagt hjer, enda vildi jeg vekja athygli hv. deildar á því, að þetta mál er mjög mikilsvert; girðingarnar eru einhver öflugasti þátturinn í framförum landbúnaðarins. Það sem hefur verið hjer og er enn mesta vesaldarmerkið og merki um menningarleysi er girðingaleysið og verkfæraleysið. Girðingar og góð verkfæri, ásamt nauðsynlegri þekkingu til að meðhöndla þau, er nauðsynlegt skilyrði fyrir framförum í ræktun landsins. Og óhætt er að fullyrða, að með girðingum, með fullkominni friðun, sjest það fyrst, hvað ræktað land hjer getur gefið af sjer; þá er girðing beitilanda heldur eigi lítilsvirði. Girðingar eru eitt verulegasta sporið, sem stigið verður til framfara í landbúnaðinum. Og þing og stjórn virðist hafa skil ið þetta, og hefur gert ýmislegt til þess,. að vinna málinu gagn og greiða götu þess.

En eins og eðlilegt er, þá hefur það orðið í molum, því þegar lög voru fyrst sett hjer um þetta, þá vantaði alla reynslu í j þessu efni, svo lögunum varð eðlilega nokkuð áfátt. En síðan þessi lög voru sett, hefur fengizt nokkur reynsla; það hafa. gaddavírsgirðingarnar o.fl. gert að verkum, og þessi reynsla hefur leitt í Ijós. ýmsa galla á gildandi lögum, sem hægt er að bæta úr með rýmri lagasetningu. Því er þörf á því, að ný lög sjeu samin um þetta efni.

Efni þessa frv. er fyrst og fermst um. fyrirkomulag girðinganna og skilyrðanna fyrir lánum til þeirra. Hjer er breytt að ýmsu frá eldri lögum, og er það óskóp eðlilegt, því eins og jeg tók áðan fram, þá var engin reynsla fengin, er þau lög voru samin, og það hafa því komið í ljós ýmsir gallar og ófullkomleikar á þeim, og úr því er hjer reynt að bæta. Girðingarnar voru t. d óþarflega háar; eftir því, sem reynslan hefur sýnt, þá eru hærri girðingar, en hjer er talað um í frv., óþarfar, nema þar sem er að ræða um girðingar fyrir kynbótagripi. Afleiðingin af ákvæðum laganna um að hafa girðingu svo háa, er sú — að vírþræðirnir eru hafðir gisnari en vera ætti — því annars yrði girðingin dýrari — en við þetta veitir girðingin minni vörn, auk þess, sem hún einnig er hættulegri fyrir fjenað.

Þá er afstaða nágranna, þegar um girðing á landamerkjum er að ræða. Um það eru nú engin ákvæði, en ákvæði um það eru að ýmsu leyti nauðsynleg, enda víða óskað eftir þeim. Það hagar víða svo til, að tún eða engi liggja saman, eða að land liggur upp að beitilandi nágrannaus, og er þá ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, að báðar jarðirnar, eða jarðeigendurnir rjettara sagt, taki að tiltölu þátt í girðingarkostnaðinum, Um þessa framlagsskyldu þeirra eru ákvæði í frumv., en þau ákvæði eru nýmæli, og vil jeg því minnast á þau nokkru nánar.

Jeg býst við því, að einhver mótmæli kunni að koma fram gegn þessu nýmæli, framlagsskyldunni. En jeg verð að álíta, að það sje þó miklu fleira og meira, er styður rjettmæti hennar. Jeg hef t. d. heyrt það sem ástæðu á móti þessu, að það gæti orðið til þess, að sá, sem er ríkari og sterkari, geti neytt hinn, sem er fátækur og minni máttar, til þess að setja upp og kosta á móti sjer girðingu. Vitanlega getur þetta komið fyrir, en jeg hygg, að það verði fremur sjaldgæft, og nokkuð er fyrir þetta bygt með ákvæðinu um, að meta skuli framlagið til girðingarinnar eftir notum hennar fyrir báðar jarðirnar, bæði eftir landsstærð þeirra og öðrum staðháttum. Það mun líka vera svo, að sá ríkari og máttarmeiri gengur jafnaðarlega meira á land hins, sem eðlilegt er, því hann er fjárríkari, og hefur því meiri þörf á viðlendu landi, einkum til beitar. Og óþægindin stafa margskonar af þessu fyrir lítilmagnann, svo miklu betra er fyrir hann, ef honum annars með nokkru móti er fært, að kljúfa kostnaðinn við girðinguna. Og fátæki bóndinn á einmitt miklu örðugra, ef framlagsskyldan er ekki lögákveðin; hann getur ekki varið sig ágangi, af því hann getur ekki kostað girðinguna einn, hann verður að fá nágranna sinn til að taka þátt í kostnaðinum, ef hún á að komast á fót; og þetta er honum unt því aðeins, að lagaskylda hvíli á nágrannanum að leggja hann á móti. Annars getur líka oft farið svo, að sá, sem meiri máttar er, bíður beinlínis eftir því, að hinn neyðist til að girða, og hrósar happi af því, að láta girða fyrir sig á landamerkjum, án þess að hann þurfi að leggja nokkuð fram.

Framlagsskyldan er nauðsynleg, óhjákvæmileg, og mun greiða allmikið fyrir því, að girðingum fjölgi.

Þetta, sem jeg hef nú minzt á, tel jeg vera aðalatriðin, og vegna þeirra er þörf á nýrri lagasetningu um þetta, til þess að bæta úr göllum eldri laganna, og í þá átt miðar þetta frv., og því tel jeg það vera til bóta, þótt nefndin hinsvegar verði að leggja til, að gerðar sjeu nokkkrar breytingar á því.

Þá vil jeg víkja að brtill. nefndarinnar á þgskj. 476.

1. breytingin er við 3. gr., og fer hún aðallega í þá átt. að orða greinina skýrar. En auk þess er lagt til, að fella burt ákvæði um það, að ef ekki sje veitt nægilegt fje til girðingalána á fjárlögum, að þá skuli þeirri reglu þar fylgt, sem þar er nánar tilfærð. Þetta orðalag er í frv. villandi, því þessi regla um forgangsrjett næstu ár á þó auðsjáanlega einnig að gilda um lán úr Ræktunarsjóði, en það kemur ekkert fjárlögunum við, hvort nægilegt fje er til í þeim sjóði eða ekki til útlána þessara.

2. brtill. er í sjálfu sjer aðeins skýring, en hún er gerð til þess, að láta þessi ákvæði vera í samræmi við reglugerð Ræktunarsjóðsins. Eins og það nú er orðað, mátti misskilja það.

3. brtill, er við 7. gr., og fer hún fram á, að ekki megi taka girðinguna burtu, nema ákveðið sje, að jörðin leggist í eyði, hætti að verða til sem sjerstakt býli. Nefndin lítur svo á, að það eigi að setja hjer skýrari takmörk, en eru í frv., og nefndin sjer ekki ástæðu til þess, að losa jarðeiganda undan þeirri skyldu, að halda girðingunni við, þótt jörð fari í svip í eyði vegna þess, að ábúandi flytur burt og enginn fæst í hans stað næsta ár, en síðan á að taka jörðina aftur í ábúð. Nefndin vill því ekki stuðla til þess, að girðing sje rifin upp að ástæðulausu, eða að jarðeigandi hlaupi til og rifi upp girðinguna og flytji hana á einhvern annan stað, og byggi svo jörðina aftur girðingatausa. Þetta gæti orðið til þess, að farið væri að „spekúlera“ í þessu. En hvað sem því líður, þá er víst um það, að þetta spilli jörðunum, auki þrasið um girðingarnar og baki leiguliðum mikilla örðugleika. Það er auk þess sjálfsagt, af löggjafarvaldinu að girða svo sem auðið er, fyrir, að það eigi sjer stað, og það telur nefndin bezt gert með því, að gera lánin afturkræf ef girðing sje rifin burt. Við það vex aðhaldið, og menn fara þá ekki að rífa niður girðingarnar, nema þar sem þeir ætla sjer alveg að legga býlin að fullu í eyði, Og nefndin er ennfremur sammála um, að það beri ekki að styðja að því, að sjerstök býli sjeu lögð niður, nema þá með því, að það sje gert um afdalajarðir, sem á að leggja undir litlar afrjettir. Á síðari árum hefur bólað á þeirri stefnu, að býlin ættu að fækka og stækka, en þetta er þveröfugt við heilbrigða skynsemi, þveröfug stefna í landi, sem bíður ræktunar. Og veruleikikinn krefst þess, að býlin sjeu færri og smærri, þá verður landið betur ræktað. Þennan öfuga hugsunarhátt, er hjer hefur bólað á, þarf að kveða niður, og það væri miklu meiri ástæða til þess, að láta fólk fá land til ræktunar, en að fækka býlunum. Þeir, sem hafa mestan vilja og mesta framtakssemi til þess að rækta landið, ættu að eiga kost á að gera það: væri nær að styðja að því með lögum, en hinu, að einstakir menn af dutlungum og þröngsýni geti leikið sjer að því að halda stórum landflæmum ónotuðum, og það ætti ekki að þurfa að gera sjer svo miklar grílur út af röskun eignarrjettarins í því sambandi, og þá ástæðu tel jeg helbera heimsku, sem sje margkveðin í kútinn; það er máttlaus afturganga, er hefur verið til stórtjóns fyrir þjóðina, það er nátttröll, sem dagar uppi fyrir birtu vagandi menningar.

4. brtill. er við 8. gr. Nefndinni fanst rjett, að girðingarskyldan kæmi einnig til greina, þegar tún eða engjar lægju að beitilandi nágrannajarðarinnar, og bætti því við þessari setningu.

5. brtill. er við 9. gr., og er hún um það, að þegar landamerkjalina sje krókótt, en maður vill girða beint, þá skuli haga henni svo, að sem jafnast sneiðist lönd beggja jarðanna. Þetta er vitanlega tilgangur greinarinnar, en það kemur ekki skýrt fram, að svo eigi að vera, og ekki elta hvern krók og kima. En eins og það er orðað nú í frv., þá getur annað landið sneiðzt meira, og er þá hægt að beita ójöfnuði, en sá sem fyrir ójöfnuði og ásælninni yrði, fengi aðeins skaðabætur, máske svo og svo metnar. Í veg fyrir þessa misbeitingu vill nefndin koma. En nefndin vill, að rjettur til annara afnota en til engjar og beitar haldist jafnt fyrir girðinguna.

6. brtill. fer fram á, að fella burtu 11. og 12. gr. frv., en í stað þess setja nýja grein, með sömu ákvæðum en nokkuð breyttum. Í hv. Nd. varð talsverður ágreiningur um það, hvort rjett væri, að halda ákvæðum vegalaganna um að leita skuli leyfis til að girða yfir vegi. Nefndin var sammála um, að þessi ákvæði væru gagnslítil og að sumu leyti óheppileg. Og hún telur, að reynslan hafi sannað það.

Og þetta ákvæði getur aukið misrjetti á þá lund, að aðrir fái leyfi en hinum sje neitað, án þess sanngirni sje gætt. En það er nauðsynlegt, að hlið sjeu leyfð, því það er hreinn ógerningur fyrir þá, er eiga stór lönd að girða þau öll meðfram veginum. Að vísu munu þeir gera það, þar sem mikil umferð er, og löndin er að vegi liggja, góðir hagar eða engjar, til þess að forðast átroðning ferðamanna. En ástæða til þess er ekki, nema þar sem mjög mikil umferð er, og hitt er miklu algengara, að nauðsynlegt er, að leyfa að girt sje fyrir vegi; mun oftast svo verða um flestar þær leiðir, er nefndar eru í greininni.

Nefndin hefur heldur ekki, fundið ástæðu til þess, að sækja þyrfti um leyfi til hliðsins til stjórnarráðsins, því sýslunefndin er vanalegast og altaf kunnugri öllum staðháttum. Auk þess hefur reynslan sýni, að það er oft og einatt alls ekki sótt um þetta leyfi stjórnarráðsins, en aðeins girt í bessaleyfi; það yrði síður, ef sækja ætti aðeins um leyfið til sýslunefndar. Auk þess hefur sýslunefndin miklu betri tök á, að sjá um og hafa eftirlit með því, að ekki sje girt í óleyfi. Annars sje heimilt að girða fyrir veg, sje fyrirmælum Laganna, að því er snertir hlið á girðingunni, fylgt. Þá kemur til þeirra vega, sem ekki eru kostaðir af landssjóði, sýslusjóði nje hreppssjóði; niðurstaða nefndarinnir varð þar sú, að láta gilda um þá sama ákvæðið, sem um hina vegina, þannig að girða mætti yfir þá, en hlið skyldi þó vera á girðingunni. Þó leggur nefndin til, að ákvæðið nái ekki til stiga og götutroðninga. Það er mesta fjarstæða, að láta slíkt ákvæði standa. þótt svo sje fyrirskipað í vegalögunum frá 22. nóv. 1907. Sje það látið standa, væri hægt að knýja menn til, að hafa hlið á girðingum sínum, hvar sem þær liggja yfir götustíg eða troðning, og mundi af því leiða, að landið yrði því nær sama sem ógirt. Hver sá stígur, sem þörf er á að hafa hlið á girðingu yfir, umferðar vegna, mun geta komizt inn undir einhvern flokk þeirra vega, sem nefndir eru í 11. grein nefndarinnar. Að öðru leyti hefur nefndin í þessari einu grein haldið efni 11. og 12. gr. frv. h. n. d. Í þessa sömu grein, 11. greinina, vill nefndin setja nokkuð fyllri ákvæði um sleðabrautir og vetrarleiðir, sem nauðsynlegar eru til almenningsnota, en í frv. voru. Nefndinni þótti rjett, að eigandinn mætti kjósa um, hvort hann vildi heldur hafa hlið á slíkum girðingum, eða taka girðinguna upp að vetrinum. Það getur oft verið óþægilegt, að hafa hlið með lokaðri grind á vetrum, snjór vill setjast að henni, og verður þá erfitt að opna hliðið.

Að öðru leyti eru fyrirmæli þessarar greinar svo ljós, að jeg sje ekki ástæðu til, að fjölyrða um þau.

Þá leggur nefndin til, að bætt sje nýrri 12. gr. inn í frv. um stórgripagirðingar með 1 eða 2 gaddavírsstrengjum. Þessar girðingar geta oft komið að góðu liði og verið hentugar til bráðabirgða þeim, sem ekki hafa fang á að girða strax til fullnustu. En það er ótækt, að ekki sjeu settar regiur um þessar girðingar. Tilgangurinn með þær girðingar getur ekki verið annar en sá, að verja landið fyrir ágangi stór gripa. Nú eru þær víða hættulegar fyrir sauðfje, en gætu þó verið þannig gerðar, að þær kæmu að fullu haldi, án þess að hætta stafaði af þeim fyrir sauðfje ekki þarf annað en að strengur sje ekki spentur nær jörðu en svo, að sauðfje geti gengið undir hann án þess að meiða sig. Af þessu er svo ákveðið í 12. gr., að vírinn sje hvergi minna en 75 sentimetra frá jörð. Girðingar þessar hafa oft verið óvandaðar, og vírinn illa strengdur, eða legið niðurslitinn, án þess úr hafi verið bætt. Því þótti nefndinni rjett, að leggja sektaákvæði við og skaðabótagreiðslu, ef girðingarnar væru vanhirtar, og skepnur yrðu fyrir meiðslum af þeim sökum.

Reynslan hefur sýnt það, að gaddavírsgirðingar eru ekki hættulegar fyrir skepnur, eins og fyrst var búizt við, ef þær eru vel gerðar, og þeim vel við haldið. Annars geta þær verið hættulegar.

Jeg hef nú minzt á aðalatriðin í brtill. nefndarinnar. Hinar breytingarnar eru smávægilegar. 8. og 9. brtill., eru ekki annað en leiðrjetting á rangri tilvitnun í frumv.

10. brtill. við 16, gr. er sumpart samskonar leiðrjetting og í 9, og 10. brtill., og suk þess er þar sett hreppsnefnd í staðinn fyrir sveitarstjórn, sem er rjettara, því að sveitarstjórn er viðtækara orð, og á hjer ekki allskostar við.

Loks fer 11. brtill. fram á það, að talin sjeu upp Iög þau, sem frumv. þetta ætlazt til að numin sjeu úr lögum.

Finn jeg svo ekki ástæðu til að fjölyrða meir að sinni um breytingar nefndarinnar, en vona, að háttv, d. líti svo á frv. þetta, að það sje gott og nauðsynlegt, og styðji því að framgangi þess.