22.08.1913
Efri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í B-deild Alþingistíðinda. (2038)

57. mál, girðingar

Jón Jónatansson, framsögum.:

Það hafa komið fram allmargar mismunandi raddir, sem eigi eru samþykkar brtill. nefndarinnar. Jeg get sparað mjer að, þessu sinni að svara nákvæmlega þessum mótbárum, því jeg býst við, að nefndin taki þær sumar til yfirvegunar til 3, umr., þar sem sum ágreiningsatriðin hafa verið gerð að svo miklu kappsmáli. Þó eru einstöku atriði, sem jeg vil minnast á, t. d. leyfisskyldan, sem svo tíðrætt hefur orðið um. Það hefur verið talað um, hve mikill farartálmi girðingarnar sjeu, þegar þær eru þjettar, en það er einungis þar, sem fjölbýlt er, sem komið gæti fyrir, að skamt yrði milli girðinga, en þar sem svo stendur á, er þá eins líklegt, að girt yrði meðfram vegum en ekki þvert yfir. Jeg veit ekki, hvort allar girðingar undir Eyjafjöllum hafa verið gerðar með leyfi, en ef það er ekki, þá sýnir það, hvaða gagn er að því, að eiga að sækja um leyfi til stjórnarráðsins, ef eftirlitið er ekki betra en þetta, og verða því slík ákvæði harla gagnslitil. Hv. 3. kgk. vildi fara þann meðalveg, að leita leyfis um akvegi. Talaði hann í því sambandi um að pratalegan hest þyrfti að spenna frá vagni og fyriraftur og aftur, ef fara þyrfti gegnum hliðin. En þetta get jeg ekki skilið, nema því að eins, að hann ætlist til, að allir ökumenn hafi gamla ósiðinn að teyma hestana á eftir sjer. Þeir eiga að láta þá ganga á undan sjer, því þá þarf engin töf að verða. Þessi ósiður þarf að leggjast niður. Þetta ákvæði um leyfisskylduna, getur orðið nokkuð víðtækt, ef það á að eiga við alla akfæra vegi, en þetta getur komið til athugunar, þó jeg eigi sjái, á hverju menn byggja þau ummæli. sín, að leyfin hafi komið að gagni (Stgr. J.: Þau hafa gert gagn fyrir norðan). Hv. 2. kgk. gat um stórgripagirðingar, og mun nefndin taka það til athugunar, hvort ástæða sje til að breyta ákvæðinu um fjarlægð vírsins frá jörðu. Hv. þm. V: Skaftf. talaði um, hve bagalegt mönnum gæti orðið það, ef alsstaðar mætti girða yfir stigu og götutroðninga, og vildi láta leita til þess leyfis hreppsnefndar. Jeg er því samþykkur, að verið geti, að rjett sje að breyta eitthvað þessu ákvæði, og mun nefndin taka það til nánari athugunar.

Þá vill hv. þm. Hún. gera framlagsskylduna víðtækari, og láta hana líka ná til girðinga, er skifta beitilöndum, þar sem svo stendur á, að kauptún liggur annars vegar, og mun nefndin íhuga það.

Að því er leyfin snertir, þá eru það þau, sem hefur orðið skrafdrjúgast um, en jeg sje enga ástæðu til að tala um þau nánar, fyr en nefndin hefur getað athugað þær mótbárur, sem hjer hafa komið fram.

Hv. 3. kgk. talaði um þörf á að girða fram með vegi, þar sem þjettbýlt er, og vildi láta þann kosta girðinguna, sem veg legði. Virðist það allvarhugavert, að skylda þann, sem veg á, til slíks, sökum kostnaðar, að skylda þann, sem veg gerir, til að girða um veginn, er að vísu ekki ósanngjarnt, en eins og hjer er ástatt, væri það naumast heppilegt, og sízt, ef gert væri að almennri skyldu takmarkalaust. Að því, er snertir bendinguna um túngirðingalögin, er jeg honum þakklátur, og mun nefndin taka það til athugunar. Og sje jeg svo ekki ástæðu til að fara um þetta mál fleirum orðum að þessu sinni.