22.08.1913
Efri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 688 í B-deild Alþingistíðinda. (2040)

107. mál, sérstök dómþinghá í Öxnadalshreppi

Steingr. Jónsson:

Jeg vil aðeins geta þess, að jeg er mótfallinn þessu frv. og legg til, að það verði felt.

Jeg sje enga skynsamlega nje fullgilda ástæðu til að fjölga dómþinghám hjer á landi. Hinsvegar eru á því ýmsir annmarkar. Það hefur kostnaðarauka í för með sjer. Allur málskostnaður verður miklu dýrari, ef þeim verður fjölgað. Það leggur sýslumónnum óþarfa kostnað á herðar, og fer í bága við embættisbrjef þeirra. Eftir því eiga þeir að þjóna svo og svo mörgum þinghám, sem tiltekið er.

Og hver þörf er nú á þeirri fjölgun á þinghám, sem frv. ætlast til ?

Eftir því, sem jeg hef heyrt sagt af kunnugum mönnum, er ástæðan sú, að hinum forna Skriðuhreppi hefur verið skift í tvo hreppa, og Öxnadalshreppi þykir sjer íþyngt með því, að verða að greiða til funda- eða þinghúss í öðrum hreppi, þar sem þeir eiga sjálfir fundahús í sínum hreppi. Jeg sje nú ekkert því til fyrirstöðu, að þeir hafi hver sitt manntalsþing. Jeg sje ekki, að nægileg ástæða sje til að breyta þessu eldgamla fyrirkomulagi. Jeg veit ekki til, að gerðar hafi verið breytingar á þessu, nema með Keflavík og kaupstaði; þar hafa verið stofnuð sjerstök lögsagnarumdæmi.

Jeg tel sem sagt mjög varhugavert að fjölga dómþinghám. Það væri miklu heppilegrá að fækka þeim. Það mundi hafa þægindi í för með sjer fyrir öll viðskifti og viðskiftamenn, og að því er framför. Á síðustu árum hefur mönnum líka verið gert ljettara fyrir, með því að heimila gestarjettarmeðferð sumra skuldamála. Fjölgun á þinghám mundi baka kaupmönnum óhagræði.

Ef þetta frv. verður samþykt, óttast jeg, að afleiðingin af því verði sú, að farið verði að fjölga þinghám. En slíkt eigum við að forðast. Jeg ræð því til, að frv. sje felt nú þegar.