25.08.1913
Efri deild: 38. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 691 í B-deild Alþingistíðinda. (2047)

28. mál, ábyrgðarfélög

Sigurður Eggerz:

Jeg stend aðeins upp til þess að láta í ljósi óánægju mína yfir því, hve hv. Nd. hefur farið illa með þetta frv., þar sem hún hefur felt úr því. mikilvægasta ákvæði þess, um tryggingu af hálfu fjelaganna. Jeg hef ekki sjeð ástæðu til að koma fram með brtill. um að setja þetta ákvæði inn í frv., því jeg. gekk að því vísu, að það yrði aftur felt í Nd. Hinsvegar eru ákvæði um varnarþing og umboðsmenn til bóta. Jeg mun því greiða atkvæði með frv. Nd. ber ábyrgðina á, að frumvarpið er ekki betur gert úr garði.

Það er íhugunarvert alvöruefni, að landsmenn skuli skifta í blindni við fjelög, sem þeir vita ekki um, hvort eru „solid“ eða ekki.