25.08.1913
Efri deild: 38. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 692 í B-deild Alþingistíðinda. (2049)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Jósef Björnsson, framsögumaður:

Meiri hluti nefndarinnar hefur leyft sjer að koma fram með brtill. við frv. Hún er á þgskj. 559. Hún er í aðalatriðum líks eðlis og sú brtill., er feld var við 2. umr., en þó frábrugðin henni á þann hátt, að mörkin eru færð talsvert inn á við, svo að samþyktin nær yfir minna svæði en eftir hinni tillögunni. Eftir þessari brtill. hugsast linan nú dregin milli syðri-enda Þórðarhöfða og Ingveldarstaðabæjar á Reykjaströnd, og það er því ekki nema lítill hluti fjarðarins að innanverðu, sem þessi samþyktarheimild nær yfir.

Vegna þess að mjer virtist hv. þingdm. ekki hafa kynt sjer málið nægilega við 2. umr., þá vil jeg í 1. lagi taka það fram, sem jeg gat um við 2. umr., að þessi tillaga er komin fram samkvæmt einlægri. ósk kjósenda í Skagafirði, alveg eins og frumv. um heimildina til þessara samþykta um síldveiði á Eyjafirði er komin fram samkvæmt ósk Eyfirðinga. Þetta kom fram á þingmálafundum í Skagafirði fyrir þing í sumar. Þetta stafar sjálfsagt mest af því, að fiskimenn á þessu svæði óttast, að herpinótaveiði verði færð inn eftir firðinum. Lagnetaveiði á síld er eina veiðiaðferðin; sem þar hefur tíðkazt. Hún hefur komið að töluverðu gagni og hjálpað til að ná í beitusíld, ekki einungis fyrir Skagafjörð, heldur og fyrir Siglufjörð og fleiri firði. Það, sem vakir fyrir mönnum, er það, að þeir vilja ekki spilla lagnetaveiði. Það getur ekki komið til mála, að með þessu sje hnekt atvinnuvegi eða rjetti nokkurs manns. Það er aðeins verið að gefa mönnum möguleika til að erjast hættu, þeirri hættu, að ekki yrði hægt að útvega sjer síld til beitu við þorskveiðar.

Jeg vænti þess, að þessi brtill. verði samþykt, í fyrsta lagi af því, að hjer er ekki að ræða um nema lítinn hluta fjarðarins, í öðru lagi af því, að með þessu er ekki spilt atvinnugrein nokkurs manns; í þriðja lagi af því, að þessi brtill. er upp borin eftir einlægum óskum sjómanna á þessu svæði. Af þessum ástæðum vænti jeg, sem sagt, að hv. deild sjái sjer fært að samþykkja þessa brtill.

Um 2. brtill. á þgskj. 559 er það að segja, að meiri hluti nefndarinnar tekur hana aftur, af því vjer aðhyllumst brtill. frá hv. þm. N: Múl. (E. J.) á þgskj. 550.

3. brtill., að aftan við fyrirsögn frv. bætist „og Skagafirði“, leiðir af 1. brtill., og þarf ekki að fjölyrða um hana.