29.08.1913
Efri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

68. mál, bygging, ábúð og úttekt jarða

Einar Jónsson:

Jeg gleymdi áðan að geta þess, að það getur verið vafamál, hvort bændakirkjujarðir geti heyrt undir ábúðarlögin frá 1884. Jeg veit, að úrskurðir um kirkjujarðir hafa verið kveðnir upp í líkingu við það, sem úrskurðað væri eftir ábúðarlögunum, en þá er þó aðeins farið eftir líkingu (Analogi). Bændakirkjujarðir eru að vísu eign einstakra manna, en kirkjan á ætið eitthvað í jörðunum, helming jarðar eða upp undir það. Þetta er því að minsta kosti vafaatriði, og er því suðvitað ástæða til að taka þetta til athugunar í nefndinni.