01.09.1913
Efri deild: 43. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 733 í B-deild Alþingistíðinda. (2105)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Guðm. Björnsson, framsögumaður:

Eins og hv. deild mun kunnugt af nefndarálitinu, hefur nefndin ekki sjeð sjer annað fært, en að leggja það til, að þetta frv. verði felt. Frv. fer fram á það, að framvegis verði borgarstjóri Reykjavíkur kosinn af bæjarbúum, sem kosningarrjett hafa, í stað þess, að hann er nú kosinn af bæjarstjórninni. Að vísu er það kunnugt, að margir bæjarbúar óska, að þessi breyting verði gerð, en hinsvegar er engin vissa fyrir því, að meirihluti borgara í Reykjavik sje henni hlyntur. Óskin um breytingu mun vera sprottin af þeirri skoðun, að meiri trygging sje fyrir því, að hæfur maður verði valinn, ef kosningin er í höndum alla atkvæðisbærra borgara. En nefndin hyggur, að þessi skoðun sje bygð á misskilningi eða oflítilli íhugun. Menn verða að gæta þess, að meðan staðan er aðeins til 6 ára, þá hlýtur yfirleitt að verða erfitt að fá nýta menn í hana. Það er litt hugsandi, að nokkur sá maður, sem hefur góða atvinnu, vilji hlaupa frá henni í stöðu, sem hann ekki hefur vissu fyrir að geta haldið, nema um takmarkaðan tíma. Og enn þá erfiðara mundi þetta reynast, ef borgararnir, en ekki bæjarstjórnin, ættu að kjósa borgarstjórann. Bæjarstjórnin mundi oft geta fengið mann til þess, að gefa kost á sjer í embættið, sem ófáanlegur væri, ef allir borgarar ættu að kjósa. — Þá ætti ekki að þurfa að taka það fram, að ef borgarstjóri ætti að kjósast með almennum kosningum, þá mundi verða hin skæðasta flokkabarátta um kosninguna, engu síður en við alþingiskosningar. Gæti þá vel farið svo, að Iakasti maðurinn næði kosningu. Þessi hætta er minni, meðan. kosningin er í höndum bæjarstjórnarinnar. Og þar að auki ber þar hver einstakur meiri ábyrgð gerða sinna, því að allir vita, hverjir í bæjarstjórn sitja. Nefndin getur því ekki álitið þetta frv. til hagsmuna fyrir bæjarfjelagið, og væntir hún þess, aðallur meginþorri borgara í Reykjavík muni verða henni sammála um það, eftir nánari íhugun. Þess ber einnig að gæta, að borgarar kjósa bæjarfulltrúana, og eru því engu að síður öll ráðin í þeirra höndum. Bæjarstjórnin ræður líka svo mörgu fyrir hönd borgaranna, sem er fult eins mikilsvert og borgarstjórakosaingin. Þannig hefur bæjarstjórnin atráðið sum stórvirki, t. d. vatnsveituna, hafnargerðina og gasveituna, margfalt vandameiri mál, en borgarstjórakosningu. Hver einstaklingur þjóðfjelagsins eða bæjarfjelegsins getur ekki beinlínis tekið þátt í því, að ráða öllum málefnum almennings til lykta. Það eiga fulltrúasamkomurnar að gera. Við alþingismennirnir erum komnir hingað til þess að ráða fram úr vandamálum þjóðarinnar, og eins og við ráðum því, hver verður ráðherra, eins á bæjarstjórnin að ráða því, hver verður borgarstjóri.