17.07.1913
Neðri deild: 13. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í C-deild Alþingistíðinda. (212)

47. mál, styrktarsjóður handa barnakennurum

Lárus H. Bjarnason:

Eg er þakklátur háttv. þm. Vestm. (J. M.) fyrir liðlegar undirtektir undir þetta frv. Út af ummælum háttv. þm. um G. gr. frv., vil eg benda honum á það, að eins og nú er, skipar stjórnarráðið óbeinlínis 2 menn og beinlínis 1 mann í stjórn sjóðsins. Óbeinlínis með skipun umsjónarmanna fræðslumálanna og forstöðumanns kennaraskólans. Hefir því stjórnarráðið full tök á sjóðnum, þótt Kennarafélagið fái að velja einn mann í stjórnina.

Frekara þarf eg ekki að taka fram um þetta mál; skírskota til ins ítarlega nefndarálits á síðasta þingi.