05.09.1913
Efri deild: 47. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 781 í B-deild Alþingistíðinda. (2150)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Guðjón Guðlaugsson:

Jeg á hjer brtill. á þgskj. 686, sem hv. fram, hefur tekið til athugunar, og er jeg honum þakklátur fyrir þær upplýsingar, sem hann hefur gefið henni viðvíkjandi. Þessi brtill. er við 12. gr. 2. lið, og fer fram á, að sami styrkur verði veittur Bæjarhreppi í Strandasýslu eins og Árneshreppi, til þess að vitja læknis. H. frsm. sagði, að það mundi ekki eins miklir erfiðleikar á því að vitja læknis í þessum hreppi eins og í Árneshreppi, en jeg veit ekki, hvort þetta er bygt á góðum rökum, og jeg fyrir mitt leyti hygg, að vegalengdirnar sjeu eins miklar í Bæjarhreppi. Jeg veit, að frá fjarlægasta bænum þar eru um 70–80 kílóm. til læknis, og það er auk þess yfir á að fara og fyrir fjörð, og þótt áin yrði brúuð, þá vegur þar á móti, að leiðin lengist um 5–10 kílóm. Jeg býst ekki við, að jeg þurfi að skýra þessa brtill. mína frekar, en vil aðeins geta þess, að styrkurinn hefur komið að miklum notum í Árneshreppi. Hreppsnefndin þar hefur borgað út af þessum styrk til hreppsbúa hlutfallslega eftir því, sem þeir hafa kostað til að vitja læknis. Jeg vissi í fyrra, að það kostaði einn mann á annað hundrað kr. að vitja læknis, og var þó læknirinn heima, en að öðrum kosti mundi það hafa kostað enn meira, en sá maður mun þó ekki hafa fengið neitt af þessum styrk, því hann var vel efnaður. En þótt svo væri í það skifti, þá geta fátæklingar eins orðið fyrir slíku, og þessi styrkur getur þá komið þeim að miklu liði, ef hann fær fram að ganga. Hann gæti þá ennfremur orðið til þess, að þeir sættu sig betur við læknaleysi en ella, enda þótt þetta sje als eigi fullnægjandi. En ef þessi og aðrar fleiri breytingar komast á, t. d, ef Bæjarhreppur yrði lagður undir Dalahjerað, og ef þar kæmi góður læknir, og ef sími væri lagður til Hrútafjarðar, þá yrðu fjarlægðirnar miklu styttri og hreppsbúar væru mikið betur staddir, en þeir eru nú. Jeg vona því, að deildin taki vel í þetta mál, eins og fjármálanefndin hefur tekið því vel.

Þegar jeg lít á brtill. þær, er liggja hjer fyrir framan mig, þá rekst jeg fyrst á brtill. á þgskj. 710 frá h. þm. Barð., og fer hún fram á að fella burt þá persónulaunaviðbót, sem landsverkfræðingnum er ætluð. Jeg vil geta þess, að jeg get með engu móti verið með þeirri brtill., því sá maður, sem hjer er um að ræða, á svo mikið gott skilið, verk hans er svo þýðingarmikið, og hann hefur leyst það ágætlega af hendi. Jeg vona því, að þessi brtill, verði feld. Þá á jeg brtill. á þgskj. 687 við 13. gr. B, III. 10, um að fje það, sem ætlað er til annara vegabóta og viðhalds þjóðvega, verði hækkað úr 29,000 kr. í 30,000 kr. Þessi tillaga mín fer alveg í öfuga átt við tillögur nefndarinnar, sem vill lækka þennan lið niður í 27,000 kr. Jeg skal játa það, að jeg ber virðingu fyrir tilgangi nefndarinnar með að spara útgjöldin, en jeg er ekki viss um, að þessi tillaga hennar sje heppileg, því að þetta er eina fjeð, sem menn hafa til viðhalds þjóðvega, til þess að byggja upp aftur brýr, sem orðnar eru fúnar og ónýtar, og efast jeg því um, að gott sje að skerða þennan lið. Tilgangur minn var sá, að tryggja fje til þjóðvegar um Krossárdal, og hefði jeg því helzt viljað hækka liðinn um 3000 kr., því að jeg held að verkfræðingurinn geti ekki mist mikið af þessum 29 þús. kr., sem ætlaðar eru til viðhalds vega, en þegar jeg sá, að nefndin hafði farið fram á að lækka liðinn. vildi jeg miðla málum, og fór því ekki fram á nema 1 þús. kr. hækkun. En nú hefur frsm. skýrt frá því, að nefndin muni ganga að þeirri miðlun, að láta upphæðina standa í 29 þús. kr., og þegar reynt er svo lipurlega að mæta manni á miðri leið, mun jeg vinna það til samkomulags, að taka brtill. mína aftur, það er að segja fyrri lið hennar. Þá er liðurinn; háttv. frsm. fór fram á, að jeg tæki þann lið aftur. En síðari liðinn vil jeg ekki taka aftur. Hv. frsm. (Stgr. J.) sagði, að nefndin vildi láta veita fje, ef hægt væri, og taldi, að það væri eins tryggilegt, þótt það stæði aðeins í framsögunni. Jeg veit það og viðurkenni, að framsaga getur haft mikið að segja, en ef framsagan kemur í beinan bága við nefndarálitið, þá efa jeg gildi hennar. Að segja eins og frsm. gerði, að hann vilji láta vinna þarna að vegagerð fyrir 3000 kr., ef hægt sje, en hinsvegar vilja láta fella tillögu mína, er ekki sem bezt samkvæmni, og þá ekki hægt að vita, hvort á að meta meira. Jeg vildi óska þess, að h. fjárlaganefnd sýndi mjer allan lipurleik og vildi ekki greiða atkvæði á móti þessari brtill. Jeg vildi þá til samkomulags við 3. umr. láta orða liðinn svo, að verja skyldi „alt að“ 3000 kr. Og væri þá sýnt, að landsverkfræðingurinn væri ekki kúgaður til að nota fjeð þar, ef að verulega brýn nauðsyn krefði, að það væri notað á öðrum stöðum.

En þegar um þessa liði er að ræða, þá ætti það að vera nokkurnveginn sjálfsagður hlutur, að hverri stjórn væri leyfilegt að nota nokkru meira fje, ef svo stendur á, en veitt er, og gæti þá borið þá fjárveiting fram á fjáraukalögum, eins og áður átti sjer stað. Þetta getur verið beinlínis nauðsynlegt til þess að ljúka við vegakafla er t. d. enda í foræðisflóa. Vegur, sem endar svo, er ófær fyrir alla og gersamlega gagnslaus, og það getur staðið svo á, að það vanti aðeins stuttan bút, nokkra kílómetra, til þess að vegurinn geti orðið notfær. Það sjá allir, að slík fjárveiting kemur ekki að neinu gagni, það væri eins og peningunum væri kastað í opna gröf. Og svo ber á það að líta líka, að allir vegir, hversu vel sem þeir eru gerðir, ganga úr sjer, og það jafnvel þótt þeir sjeu ekkert notaðir.

Í skjali því, er lagt hefur verið fram á lestrarsal þingsins, hefur verið lýst veginum í Krossárdal og eins í Eyrarhlíð. Jeg hef nú með öllu slept veginum í Eyrarhlíð. Sá vegar liggur með fram sjó, og er sifeldur grjótáburður á veginum, svo það er gagnslaust að kosta nokkru verulegu til hans, þar sem hann er, nema ef hann væri ruddur eitthvað lítilsháttar, en þar hagar svo til, að uppi á hlíðinni er gott brúarstæði, og þar ætti að leggja veginn, er fram í sækir. En hinn vegurinn er í Krossárdal. Það er nú búið að eyða nokkru fje til þess að gera við veginn frá Hrútafjarðarbotni til Gilsfjarðarbotns, og vegurinn er nú kominn nokkuð fram fyrir bæinn Einfætlingsgil í Bitru á leið til Kleifa í Gilsfirði. Fyrir framan Einfætlingsgil er sljettlendi í dalbotninum og miklar og ágætar slægjur. En þetta sljettlendi er foræðismýrar, og í þeim endar vegurinn nú. Það sjá nú allir, að meðan svo er, er vegabót þessi lítilsnýt; það þarf nauðsynlega að koma veginum svo langt, að hann komist á grjót, og hægt sje með góðu móti að komast af veginum og á hann, og jeg hygg, að til þess þurfi um 3000 kr. (Stgr. J. Hvað er búið að verja miklu?) Það veit jeg ekki. því jeg hef ekki haft tal af landsverkfræðingnum um þetta efni, en jeg býst við því, að hann hafi varið til vegarins eftir því sem föng hafa leyft; auk þess var veitt til hans fje á alþingi 1911. En því fje var mestu varið til að gera veginn út með Hrútafirði, enda liggur hann eftir endilangri mjög fjölmennri og vel setinni sveit í alla staði og kemur því að miklum notum. Hjer er því um nauðsyn að ræða. Og þessi vegur er eiginlega eini vegurinn, sem tengir. saman Norður- og Vesturland, þó það vitanlega megi fara suður Holtavörðuheiði og svo yfir Bröttubrekku, þá er það miklu lengri leið, og naumast hægt að nefna hana í þessu sambandi. Og um þessa leið fer pósturinn á milli Austfirðingafjórðungs og Norðurlandsfjórðungs, og á hina hliðina Vestfirðingafjórðungs (Ísafjarðar). Svo það sýnir, að leiðin er allfjölfarin. Jeg vildi óska, að h. nefnd vildi ekki beita sjer á móti þessu að sinni, en vildi samþykkja tillöguna til 3. umr., og mætti þá bæta inn í orðunum „alt að“, ef mönnum sýndist svo.

Mjer þykir sárt að geta ekki greitt atkvæði með brtill. á þgskj. 707, en jeg treysti mjer ekki til þess, eins og fjárhagur landssjóðs er nú. Og því get jeg ekki verið með því, þótt h. þm. V.-Sk. (S. E.l lýsti mjög átakanlega, hversu mikil þörf væri á þessu, og hversu mikinn rjett hjer aðið ætti á því. Og þótt jeg áliti, að að sje að öllu leyti rjett hjá h. þm., bæði um þörfina og rjett hjeraðsins, þá get jeg ekki greitt atkv. mitt með að setja 70–80 þús. kr. í voða, því mjer hafa ekki verið færðar neinar verulegar líkur fyrir því, að brúin geti staðizt nema stuttan tíma (S. F.: Misskilningur!), og það væri alveg undir hælinn lagt, hvort hún stæði lengi, vita ekki, nema straumurinn frá jöklunum beri hana burtu. Það skal jeg játa, að þegar búið er að segja A, þá verði menn að segja B, en það getum við þó ekki sagt, fyr en fjárhagurinn er góður. Og það er líka sárt fyrir sveitina að sjá brúna setta upp, og síðan að horfa á jökulstrauminn bera hana í burt og ána jafn óbrúaða eftir sem áður.