05.09.1913
Efri deild: 47. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 838 í B-deild Alþingistíðinda. (2166)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Hákon Kristoffersson:

Það lá við, að umræðunum yrði lokið, svo að jeg vildi aðeins segja nokkur orð.

Fyrst vildi jeg minnast á nokkur atriði í ræðu háttv. framsm, (Stgr. J.). Hann mintist á laun 2. bókavarðar við landsbókasafnið. Hann hefur 1400 kr. í eftirlaun, 1000 kr. í laun, og þar sem hækkað hefur verið við 1. bókavörð, áleit hann sanngjart, að hækka við annan bókavörð. En nú vill svo til, að 2. bókavörður hefur meiri tekjur en 1., svo að jeg sje ekki annað en þessi hækkun sje með öllu óþörf.

Þá kvað hann nefndinni ekki litast ráðlegt, að landið þægi safn Einars Jónssonar að gjöf eða keypti það. Hvernig hugsaði nefndin þetta, er hún sá sjer ekki fært að taka þessari málaleitun vel?

Þá talaði háttv. framsm. (Stgr. J.) um Hannes Þorsteinsson. Hann kvað styrkinn hafa verið settan svo háan til þess að hann gæti lifað af honum. Jeg vildi óska, að mjer hefði misheyrzt þetta. Ef það er meginregla, að veita mönnum styrk til þess, að þeir geti lifað, en ekki til þess að þeir vinni, þá vildi jeg í þessu sambandi spyrja um Helga Pjetursson, hví nefndin vill lækka við hann. Þarf hann ekki að lifa ? Með þetta og fleira fyrir sugum, get jeg ekki verið þessari tillögu samþykkur. Dr. Helgi er merkur vísindamaður, og þó að hann hafi komizt á óheppilegar brautir og gert sumt, er betur var látið ógert, þá var honum það ekki viðráðanlegt. Um Hannes Þorsteinsson er mjer sagt,. að hann sje mesti starfsmaður og sje vel kominn að þessum styrk, er hann nýtur.

Um bifreiðina vildi jeg gera stutta athugasemd; hún þarf ekki að vera löng, því að annar maður hefur talað um þennan lið. Jeg vildi aðeins segja það, að mjer lízt varhugavert, að eyða mörg þús. kr. í það fyrirtæki; eftir þeirri reynslu, sem fengin er í sumar, þá bendir fátt á það, að þetta verði framtíðarftutningatæki hjá okkur, enda flutningsgjald óhæfilega hátt sett, eftir því sem ráð er fyrir gert, 3 aurar undir hvert 1/2 kg.

Þá vildi jeg minnast á þessar 700 kr. til manna á Langanesi fyrir að bjarga líkum frá sjó og grafa þau. Reikningur fyrir þetta nam upphaflega 1600 kr. Meðan jeg vissi ekki annað, en hann hefði. alt af verið 700 kr., þá taldi jeg sjálfsagt, að landssjóður hlypi hjer undir bagga. En er jeg heyri, að hann hafi verið 1600 kr., þá fer jeg að líta í kringum mig. Jeg veit það, að jarðarfarir kosta ekki svo mikið. Jeg er þessu svo kunnugur, að jeg get fullyrt, að það er hægt að jarða fyrir minna verð en þetta, og þá er þess er gætt, að jarðarfarirnar voru í sveit, sjest enn betur, hvílíka ósanngirni hjer er farið fram á. Og enn eitt; úr því að einn maður komst af, hefði að líkindum verið hægt að fá að vita, hverir voru aðstandendur þessara líka. Og líklega hefur rekið. meira en þessi 15 lík, eitthvað fjemætt rekið með, sem hægt átti að vera að selja upp í kostnaðinn, mjer þykir það undarlegt, að koma með slíkar fjárbænir fyrir alþing.

Jeg á hjer nokkrar brtill., en þær eru svo rjettmætar, að þess gerist engin þörf að tala fyrir þeim. En ef þær mæta andróðri, reyni jeg að svara.

Þá er brimbrjóturinn í Bolungarvík.. Nefndin hefur ekki getað aðhylzt tillögu fjármálanefndar Nd. Jeg er þar á nokkuð annari skoðun en nefndin. Og jeg skal geta þess þegar í stað, til að spara mönnum allar getgátur, að jeg hef engar persónulegar hvatir til að vera með einu fremur en öðru. Hjer er að ræða um fjárframlag til afar nauðsynlegs fyrirtækis, sem getur orðið þessum atvinnuveg að stórmiklu gagni. Háttv. framsm. (Stgr. J.) færði þau rök fyrir þessu, að farið væri fram á meiri upphæð í fjárlagafrv., en venja væri til að veita til bryggjugerða. En það er munur, hvort í hlut eiga sjóþorp eða höfuðstaðir. í höfuðstöðum kemur gjaldþunginn á fleiri og verður því ljettari en í sjóþorpunum. Jeg vona, að mjer verði ekki brugðið um, að jeg vilji fleygja fje landsins að óþörfu, en jeg vil styðja atvinnuvegina. Og það er ekki nema eðlilegt, að sjómannastjettin gefi rjettlæti þingsins ilt auga, ef hún er svo látin sitja á hakanum.

Í flestu öðru get jeg verið háttv. nefnd samferða og samþykkur. Hún hefur haft vandasamt og óvinsælt starf með höndum. Og jeg kalla, að hún hafi yfirleitt leyst það vel af hendi.