05.09.1913
Efri deild: 47. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 861 í B-deild Alþingistíðinda. (2170)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Guðjón Guðlangsson:

Það eru fáeinar brtill., er jeg vildi minnast á með nokkrum orðum.

Hið fyrsta er jeg hef rekizt á í þessum kafla er brtill. nefndarinnar 51, 52 og 53 á þgskj. 665. Mjer er ekki vel ljóst, að hve miklu leyti þessar breytingar eru til bóta. Mjer er ekki vel ljóst, hvað unnið er við það, að kippa burtu athugasemdinni um, hvaða kensluáhöld skuli höfð í farskólunum. Mjer finst það að kippa burt athugasemdinni sje hið sama og að gefa skólunum undir fótinn með að vera áhaldalausir. En jeg tel ekki farskóla fullkominn, nema að þar sjeu höfð þau áhöld, er við nú þekkjum og þar eru tíðkuð.

Svo skildi jeg ekki röksemdir háttv. framsm. (Stgr. J.), þótt jeg heyrði þær um að eigi mætti reikna framlög annarsstaðar frá en úr hreppssjóði við úthlutun styrksins. Það getur verið, að þetta gangi nokkuð langt nú, en það tel jeg verk fræðslumálastjóra að sjá um, að svo sje ekki, og ef einhverjir menn leggja eitthvað verulega fram, þá sje jeg ekki, því ekki megi eins telja það tillag úr hreppssjóði.

Ef t. d. maður leggur til gott hús, ofn og hita handa skólanum, þá finst mjer hart, að hann megi ekki hafa það að Iaunum, að sveitarsjóður hans fái að njóta góðs af þessu, með því að fá hærri styrk. jeg sje ekki, að hverju þetta er lakara, en þó að hreppurinn kostaði húsnæðið úr sveitarsjóði. Og svo finst mjer vera einkar hægt að fara í kringum þetta. Maðurinn, er gefur húsnæðið, getur skrifað reikning yfir það, kvittað hann og gefið hreppnum, svo að það verður talið tekjumegin í hreppsreikningnum sem gjöf og svo reikningurinn gjaldameginn. Og hvað næst þá? tillagið úr landssjóði verður það. sama.

Þetta kom mjer svo fyrir sjónir, að þessar brtill, undir 51.–53. lið á atkvæðaskránni, sjeu ekki á fullum rökum bygðar, nje til bóta. Sjerstaklega vildi jeg minnast á 2. liðinn af þessum þrem, sent jeg nefndi. Þar stendur svo: Til farskóla alt að 200 kr. til hvers, og til eftirlits með heima fræðslu, alt að 100 kr.. til hvers hrepps. Við þennan hluta liðsins er engin brtill. frá h. nefnd, og mundi þó eigi síður hafa verið ástæða til að gera breytingu á honum en á síðari hlutanum. Jeg veit, að þetta eftirlit er bygt á fræðslulögunum, og að þar er gert ráð fyrir, að það geti átt sjer stað. Jeg gef ekki mikið fyrir þetta eftirlit, það getur varla orðið annað en auðvirðilegt yfirdrepskák, sem notað er til að komast hjá að halda uppi góðri og fullkominni kenslu. Það hefur tíðkazt, að þar sem þessi svo kallaða eftirlitskensla hefur verið, að einhver og einhver hefur verið látinn ferðast um sveitina og húsvitja þar, og dvalið í hæsta lagi dagstund á heimili. Jeg veit ekki, hvað er til niðurdreps góðri fræðslu, ef þetta er það ekki. Mjög merkur prestur á Vesturlandi skýrði mjer frá því í fyrra að í sinni sveit hefðu kent tveir kennarar útskrifaðir úr kennaraskólanum í Reykjavík með góðum vitnisburði; jeg þekki annan þeirra, og veit að það er efnilegur og duglegur maður, og eins mun hinn vera.

Í þessari sveit voru tvenn fullkomin kensluáhöld. Í næstu sveit var aftur á móti ráðinn bóndi einn til að ferðast um sveitina og húsvitja. Sá hreppurinn, sem hjelt tvo kennarana fjekk 120 kr. styrk úr Iandssjóði. En hinn hreppurinn, sem ráðið hafði manninn til að ferðast um sveitina — líkt og gert er ráð fyrir um forðagæzlumennina — til að líta eftir andlegum forða sveitarinnar, og goldið honum 60 kr. fyrir, hann fjekk úr landssjóði 100 kr., og græddi þannig 40 kr. á hagsýni sinni. Presturinn kvaðst aldrei hafa ímyndað sjer, að unglingafræðslan gæti orðið beinn peningahagnaður fyrir sveitirnar, og sama verð jeg að segja; en þarna var óhrekjanlegt dæmi þess, að svo getur orðið, ef búmannlega er á haldið. Jeg skil ekki, í hverju þessar eftirlitsferðir geta verið betri en húsvitjanir prestanna. Kennararnir geta varla verið betur til þess fallnir en prestarnir, og það er bein afturför, að taka lítt mentaða menn til þess að starfa í stað vel mentaðra. Jeg vildi helzt óska, að þessi liður um eftirlit með heimilisfræðslu væri með öllu strykaður út, eða að minsta kosti stórum færð niður upphæðin, sem til þess er ætluð.

Þá rek jeg mig hjer á einn lið, sem jeg get ekki orðið h. nefnd samdóma um. Það er styrkurinn til Hannesar Þorsteinssonar til að semja æfisögu lærðra manna íslenzkra á síðari öldum. Þennan styrk vill h. nefnd færa úr 2500 kr. niður í 2000 kr. Mjer finst ekki gild ástæða til þessarar niðurfærslu, þótt hann hafi annarstaðar að 960 kr. á ári. Þetta verður alls rúmar 3400 kr. á ári, og er það ekki svo hátt, að blöskra þurfi. Þess er að gæta, að hjer á hlut að máli hinn mesti eljumaður, sem er vakinn og sofinn við starfið, og einkar vel til þess fallinn. Styrkur þessi er veittur til þess að efla söguþekking vora á þeim öldum, sem mest er þörfin á henni aukinni, síðari öldunum; og mun jeg greiða atkvæði með frv., en móti brtill. h. nefndar. Það getur verið að jeg kunni ekki að meta hana eins og vert er, en mín skoðun er nú þetta.

Þá er enn einn liður, sem jeg hef sett kross við, liður, sem h. þm Barð. (H. K.) vill færa niður, launin til forstöðumanns efnarannsóknarstofunnar í Reykjavík. Þetta er einstæð stofnun hjá okkur, og mjer finst hún vera þess verð, að hlynt sje að henni, og að maðurinn, sem henni veitir forstöðu, sje sæmilega launaður. Jeg veit það, að laun þau, sem hann hafði áður, eru ekki færð niður með brtill., en jeg veit líka, að 2000 kr. laun eru nú orðin sultarlaun hjer í Reykjavík, og það er þingi og þjóð til skammar og skaða, að svelta starfsmenn landsins. H. þm. (H. Kr.) hefur líklega rekið augun í þessa 25 % af brúttó tekjum efnarannsóknarstofunnar. Jeg játa það, að jeg veit ekki, hvað miklu það nemur, en jeg hygg, að það sje mjög lítil upphæð. Forstöðumaðurinn er góðs maklegur; hann er vel hæfur til starfsins, sem hann hefur kostað miklu til að búa sig undir með efnafræðisnámi og ferðalögum, og síðan hefur hann brotið ísinn með að koma stofnuninni á fót. Hann var maður fátækur og hefur sjálfsagt safnað skuldum við hið kostnaðarsama nám sitt og ferðalög; og er nú maklegt, að hann fái að njóta sæmilegra launa.

Þá á jeg brtill. undir i9, lið á atkv: skránni við 32. lið 16. gr. frv., um að sá liður falli niður. H. nefnd fer fram á, að næsti liður á eftir í frv. falli burtu. Þessir tveir liðir eru samkynja, og því eðlilegast, að þeir sjeu látnir fylgjast að. Nefndin leggur til, að styrkurinnn til sjálfrennings um Fagradal sje feldur niður. Jeg er henni sammála um það; en þá sje jeg ekki ástæðu til að veita 5000 kr. styrk til samskonar fyrirtækis hjer á Suðurlandi. Ef um tvent væri að ræða, mundi jeg þó heldur veita styrk til sjálfrennings um Fagradal, en bifreiðar á Suðurlandi. Mjer finst eiga að hlaða alt of miklu hverju ofan á annað hjer á Suðurlandi. Nú er verið að hugsa um að leggja járnbraut, og svo á að bæta við þessum sjálfrenningsstyrk. Jeg trúi ekki öðru, en hann beri sig styrklaust, ef nokkurt lið er í honum, og að þarflaust sje að leggja þetta fje fram. H. frsm. (Stgr. J.) segir, að þessi styrkur sje veittur eitt skifti fyrir öll, en ætli að það geti ekki farið um hann eins og skáldastyrkinn, að hann verði fastur styrkur, þótt ekki sje til þess ætlazt frá upphafi. Jeg segi það, að geti þessar ferðir ekki borið sig styrklaust, þá er ekki vert að vera að reyna að halda í þeim líftórunni.

Næst kem jeg að brtill. h. þm. Barð. (H. Kr.) við 36. lið 16. gr. frv. Hann vill láta þann lið falla niður. Þegar jeg sá þessa brtill., datt mjer í hug, að þar heggur sá, sem hlífa skyldi. Jeg hjelt að hann mundi að minnsta kosti styðja það mál þó hann væri ekki svo heppinn, að verða fyrstur til að bera það fram, þar sem h. Nd. varð fyrri til þess. H. Nd. hefur suðsjáanlega viljað sýna lit á því, að bæta þeim Guðmundi sýslumanni Björnssyni og Snæbirni hreppstjóra Kristjánssyni að nokkru hrakninga þá og tjón, er þeir urðu fyrir af enska botnvörpungnuar. Þetta hafði jeg talið sjálfsagt að h. þm. (H. Kr.) mundi vilja styðja eftir mætti, en eigi standa á móti því. Það, sem mjer finst helzt að, er, að fjárhæðin sje tiltekin of lág, en það má athuga það síðar. Það er augljóst, hvílikt tjón það hefur verið fyrir bóndann, Snæbjörn Kristjánsson, að lenda í hrakningum þessum. Hið sama má að nokkru leyti segja um sýslumann, því þótt hann hjeldi embættislaunum sínum eins á meðan hann var burtu, þá getur ekki hjá því farið, að hann hafi haft margskonar óhagræði og jafnvel tjón af fjarveru sinni frá embætti sínu. Þó get jeg hugsað mjer, að ekki hafi það verið aðaltilgangur þeirra með málaleitan sinni til þingsins, að reyna að krækja sjer í nokkrar krónur; heldur hafi þeir borið málið fram af því, að þeim hafi fundizt hjer vera um rjettlætiskröfu að ræða. Hrakningar þeirra fjelaga orsökuðust af skyldurækni þeirra, af því að þeir lögðu sig í lífsháska, til þess að afstýra ráni og gripdeildum útlendinga, og til þess að ná Iögmætum tekjum í landssjóð. Jeg get trúað því, að þeir hafi viljað gefa þinginu kost á að dæma um, hvort það teldi frammistöðu þeirra launaverða eða eigi. H. Nd. hefur nú kveðið upp dóm sinn í málinu; fyndist mjer það lítt sama þessari deild, að ónýta þann dóm og fella fjárveitinguna niður. Mjer kæmi það ekki á óvart, þótt þeir fjelagar ætluðu sjer ekki að stinga þessu fje í sinn vasa, heldur mundu verja því til einhverra hjeraðsbóta. Þó er þetta ekki annað en draumur minn, en stundum er jeg berdreyminn. Væri þessa rjett til getið hjá mjer, sæti það enn ver á h. þm. (H. Kr.) að vera að stritast við að fá þennan lið feldan.

Þá er að minnast á fjárveitinguna til framhalds brimbrjótnum í Bolungarvík. H. þm. Ísaf. (S. St.) gerði mjer þann heiður, að benda á mig sem sannsöglan mann og kunnugan þessu máli. Jeg játa það, að jeg varð þess ekki var, að hann segði eitt ósatt orð í lýsingu sinni á lendingunni í Bolungarvík. Jeg get hjer talað af eigin reynslu og þekkingu á staðháttum. Hann sagði, að Bolungarvík væri ein af fiskisælustu verstöðum landsins. Jeg fór þangað til róðra vorið 1882, þegar alt ætlaði út af að deyja í mínu kjördæmi; aflaði jeg þar þá á 2 dögum nær 80 kr. hlut. Þetta er eitt dæmi af ótal mörgum upp á fiskisældina þar.

Eins er það rjett, sem h. þm. (S. St.) sagði um skemdir á vörunum; um það get jeg borið af eigin reynd; jeg hef orðið bognu baki að bisa brimsorfnum hnullungunum upp úr vörinni minni, og sjá hana svo morguninn eftir vera aftur orðna fulla af stórgrýti. eins og ekkert hefði verið við hana gert. Jeg hef líka reynt það, að verða að snúa frá lendingu fyrir óveður og brim, rjett fyrir, framan klettanef það, er Ófæra heitir. Í því braski rakst skipið á klett. og brotnaði síðan. Jeg vil segja, að þessi staður á rjett á ríflegu fjárframlagi; það er honum lífsskilyrði; Og hann á rjett á því, ekki einungis sjálfs sín vegna, heldur líka vegna hinna mörgu, sem þangað sækja lífsbjörg sína, bæði frá Ísafjarðardjúpi, og úr fjarlægari hjeruðum. Hann á rjett á því, að þessi fjölfarna þjóðbraut sje gerð fær yfirferðar; hann á rjett á því, að viðleitni sje höfð á því, að spara eitthvað af hinum mörgu mannslífum, sem þar eru lögð í sölurnar við sjósóknir. Og sjómennirnir eiga rjett á því, að landssjóður geri sitt til, að firra þá þreytu og tímatjóni við að standa í grjótverki á gæftadögum; þá hafa þeir nóg annað að gera. Þessi staður á rjett á ríflegu fjárframlagi af því, að Ísafjarðarsýsla hefur gefið mestar tekjur í landssjóð allra sýslna á meðan hvalveiðar voru þar stundaðar, og gefur með þeim mestu enn. Þá byggist rjetturinn ennfremur á því, að um þessar slóðir er nálega ekkert fje úr landssjóði lagt til vegagerða eða annara samgöngubóta. Að vísu er nokkurt fje lagt fram til Djúpbátsins, en hann flytur líka póst, sem landssjóður á að kosta. H. nefnd vill að landssjóður leggi aðeins 1/3 af kostnaðinum við brimbrjótinn, í stað þess, sem frv. gerið ráð fyrir 1/2. Ef það verður ofan á, að það þyki nauðsynleg og ófrávíkjanleg grundvallarregla, að landssjóður leggi aldrei fram meira en 1/3 kostnaðar við slík mannvirki sem þessi, þá verður svo að vera; en þá ætti þó að lofa frv. upphæðinni að standa, og helzt óskaði jeg, að alt hjeldist óbreytt til 3. umræðu.

þeim tíma má athuga málið betur, þó jeg fyrir mitt leyti telji, að enga breytingu eigi að gera á frv.

Það er auðsætt, að þetta er hið mesta nauðsynja- og nytsemdarfyrirtæki. Hin litla byrjun, sem gerð hefur verið, hefur gert ótrúlega mikið gagn, og hún sýnir áþreifanlega, að hver framlenging brimbrjótsins er til stórkostlegra framfara fyrir þessa góðu veiðistöð.