06.09.1913
Efri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 901 í B-deild Alþingistíðinda. (2180)

21. mál, íslenskur sérfáni

Björn Þorláksson:

Sem formaður fánanefndarinnar stend jeg upp til þess að skýra frá, að framsögumaður var enginn kosinn af nefndinni, enda ætlaðist hún til, að engar umræður verði um málið.

Jeg vil geta þess líka, að í nefndarálitinu stendur villa: „fána á bláum grunni“, í stað: „fálka á bláum grunni“. Þetta hefur þó verið leiðrjett í skjalaparti þingtíðindanna.