06.09.1913
Efri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 928 í B-deild Alþingistíðinda. (2195)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Sigurður Stefánsson:

Jeg vildi fyrst taka það fram, að mjer varð mismæli áðan, 15 gráður fyrir 15%, og vona jeg, að jeg megi leiðrjetta það.

Hvað ummælum mínum um sendiræðismennina viðvíkur, þá stöfuðu þau af því, að jeg er ekki löglærður maður. En það eru margar þjóðir, sem eru að hætta að hafa innlenda konsúla, en senda í þess stað sendiræðismenn, og má því búast við, að þeim fjölgi stórum og verði eins margir hjer eða fleiri, en nú eru hjer innlendir konsúlar, en mergð þeirra lýsti 6. kgk. þm. (G.Bj.). Það verður því nóg um áfengið. Og hver þeirra vill fá sína þjóðardrykki. Einn vill fá brennivín, annar whisky, þriðji bjór, fjórði banco, fimti absint o. s. frv. Og þegar svo er háttað, þá finst mjer, að Bakkus gamli fari að eiga hjer margar herbúðir, þar sem eru herbúðir allra sendiræðismannanna.