08.09.1913
Efri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 955 í B-deild Alþingistíðinda. (2233)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Júlíus Havsteen:

Jeg get ekki sjeð, að þessi tillaga standi í sambandi við lögreglueftirlit, og jeg leyfi mjer að segja, um 1. gr. frv., að hún er óviturleg. Hver segir, að ekki eigi að áfrýja málinu til hæstarjettar, úr því að h. 5. kgk. sjálfur hyggur, að dómurinn sje rangur. Jeg vil frábiðja mjer alt umtal um, að tillagan sje óviturleg, einkum þar sem hv. 5. kgk. hefur ekki staðið sig betur í þessu máli, en raun hefur á orðið.