08.09.1913
Efri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í B-deild Alþingistíðinda. (2250)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Sigurður Eggerz:

Jeg vildi mega gera örlitla athugasemd um mál, sem að snertir sjálfan mig. Háttv. frmsm. sagði, að stjórnin hefði skotið til fjárlagauefndar, að veita kr. 330,50 til endurgreiðslu á aukaferðakostnaði mínum. Jeg skal taka það fram, að jeg sendi stjórnarráðinu beiðni um þessa endurgreiðslu sökum þess, að jeg var hindraður um langan tíma af ástæðum, sem jeg ekki átti sök á, og hafði mikil útgjöld, meiri en jeg fer fram á að fá endurgreitt. Jeg hjelt, að stjórnarráðið hefði heimild til endurgreiðslu, er svona sjerstaklega stóð á, en nú sje jeg, að það lítur svo á, að það hafi ekki heimild til greiðslunnar, og eins og nú er komið, að þetta á að greiðast mjer persónulega, en ekki sýslumanninum í Skaftafellsýslu, og að til þess þarf að setja löggjafarvaldið í hreyfingu, þá óska jeg, að háttv. nefnd taki þessa brtll. aftur, því jeg óska einungis að fá það, sem jeg hef heimild til að lögum.