08.09.1913
Efri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 977 í B-deild Alþingistíðinda. (2251)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Steingrímur Jónsson, framsm.:

Jeg hef ekkert a móti því, að taka umrædda tillögu til baka, og mun nefndin taka til athugunar, hvort það sje ekki rjett. Eins í og skjölin lágu fyrir, var eigi hægt annað en binda þessa fjárveitingu við nafn. Á skjölin var ritað, að ástæðan til þess, að stjórnin sendi þau nefndinni, væri sú, að hún hefði ekki fje til umráða. Jeg mun því bera undir nefndina, hvort ekki beri að taka þessa brtill. til baka.