19.07.1913
Neðri deild: 14. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 285 í C-deild Alþingistíðinda. (230)

59. mál, prentsmiðjur

Flutningsm. (Tryggvi Bjarnason):

Af því að þetta frumvarp hefir mætt töluverðum andróðri hér í deildinni, hygg eg að rétt Væri að skipa nefnd í málið. Það kynni að mega laga frumvarpið eitthvað í nefnd, mætti t.d. sleppa þessari kvöð að því er snertir mánaðarit, og ef til vill lagfæra það að öðru leyti líka, ef það kynni að geta leitt til þess, að það nái fremur fram að ganga.

Eg vil þess vegna leyfa mér að stinga upp á, að kosin verði 5 manna nefnd að þessari umræðu lokinni.