09.09.1913
Efri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1057 í B-deild Alþingistíðinda. (2310)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Sigurður Stefánsson:

Jeg verð að mótmæla þeirri tilgátu sem rakalausri, að tillaga mín sje fram komin til að fella frv. Neðri deild hefur gert alt til að seinka málinu, og nefndin hjer hefur setið á málinu 5 daga til að skrifa þetta nefndarálit, er semja mátti á 5 mínútum, eins og jeg sagði. Slíkt tel jeg ósæmilega aðferð á jafn merkilegu máli, og mjer finst jeg ekki geta skilizt svo við þetta mál, að jeg reyni ekki að koma á það breytingum, sem eftir minni skoðun og frá mínu sjónarmiði eru bráðnauðsynlegar. Alt annað mál er, hvort jeg greiði atkvæði móti málinu; um það getur ekki háttv. 5. kgk. þm. (B. Þorl.) ekkert vitað, og jeg mótmæli hinum ósæmlegu aðdróttunum hans.