09.09.1913
Efri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1088 í B-deild Alþingistíðinda. (2325)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Sigurður Eggerz, framsm.:

Jeg hef mikla tilhneyging til að fyrirgefa nú vegna þess, hve horfur þessa máls eru góðar, og ætla jeg að fyrirgefa h. þm. Strand. (G. G,), að hann kallaði ummæli mín heimskuleg. Hann snjeri út úr fyrir mjer. Jeg átti aðeins við leiðandi menn utan þings, en ekki allar þessar 80 þús. Landið væri illa komið, ef þessir 40 þingmenn væru einu vitru mennirnir í landinu, og enn ver, ef þeir væru vitrustu mennirnir.