10.09.1913
Efri deild: 51. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1093 í B-deild Alþingistíðinda. (2329)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Sigurður Stefánsson:

Jeg hef enn ekki fengið fullnægjandi svar upp á athugasemdir mínar um úrfellingarnar úr 4. gr. stjórnarskrárinnar, og stendur því alt óhrakið, er jeg hef sagt um þessar úrfellingar; að vísu hefur frsm. afsakað þessa meðferð á greininni með því, að þessu mætti breyta með einföldum Iðgum; nokkur bót kann það að vera.

En á hinn bóginn vil jeg lýsa yfir því, að jeg lít svo á, að það ætti að vera sem minst af slíkum undantekningarákvæðum í stjórnarskránni. Og hún á að vera fastari fyrir en svo, að hver einstakur þingmaður geti farið fram á að breyta henni með einföldum lögum, því hver breyting .á stjórnarskránni á að vera komin fram af knýjandi ástæðum, en ekki af stundaruppþoti einstakra þingmanna. En auðvitað kemur þetta til hjá mjer, af því að jeg er íhaldssamur maður. Jeg vil taka það fram viðvíkjandi 4 gr., að jeg veit það vel, að það má setja þessi skilyrði með einföldum lögum. Jeg þekki þessi ákvæði um kunnáttu í íslenzku sem skilyrði fyrir embættisveiting fullvel. H. þm. V: Skf. þarf ekki að minna mig á þau. H. frsm. sagði, að kosningarrjettarskilyrðin væru miklu íslenzkari í þessari stjórnarskrá en í þeirri, sem nú er í gildi. Þetta sannar ekki, að skilyrðin megi ekki gera enn íslenzkari. Það getur enn farið svo, að land fyllist, áður en langt um líður, af útlendum skríl, og er hart að hann hafi sama rjett og innbornir menn. Og það verður þó svo, ef rjettur innborinna manna er ekki eitt af kosningar- og kjörgengisskilyrðunum. Viðvíkjandi þeim getsökum, að jeg vilji spilla fyrir málinu, þá mun atkvæðagreiðslan leiða það í ljós, hvort svo er eða ekki.