10.09.1913
Efri deild: 51. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í B-deild Alþingistíðinda. (2361)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Forseti:

Jeg neita því, að jeg hafi viljað móðga h. 5. kgk. með því að taka málið inn á dagskrá, en jeg hafði leyfi til að gera það, þótt nefnarálitið væri ekki komið. Jeg hafði óskað þess í fyrirfarandi 2 daga, að hv, skrifari setti málið á dagskrá, en hann hafði ekki gert það, svo jeg var neyddur til að taka til minna ráða.