11.09.1913
Efri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1117 í B-deild Alþingistíðinda. (2369)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Sigurður Eggerz, framsögumaður:

Jeg álít ekki vafamál, hvernig eigi að skilja þetta ákvæði 61. gr. stjórnarskrárinnar, og að skilningur h. forseta er ekki rjettur. Vil jeg þessu til stuðnings vísa til 5 fordæma, 1885, 1893, 1901, 1902 og 1911. Þessu ákvæði hefur aldrei verið beitt samkvæmt þessum skilningi. Jeg vil enn benda á, að 1874 gat ekki komið til mála að skilja orðin „þá þegar“ bókstaflega, þannig, að slíta verið samþykt, því að þá var enginn siminn, svo að ekki var hægt að ná til konungs. Síðan 1874 hefur þessu ákvæði ekki verið breytt. Það stendur eins og það stóð þá. En úr því að ekki er hægt að leggja bókstatlega merkingu í ákvæðið, þá eru lagðar leiðir til annara skýringa. Þá liggur beinast við að skilja þessi orð „þá þegar“, sem sett til áherzlu. Enn vil jeg minna á það, ef skilja setti þessi orð „þá þegar“ bókstaflega, gæti deild, sem er andvíg ráðherra, afgreitt stjórnarskrárbreyting, áður en fjárlögum væri lokið. Svo að ráðherra sæti uppi fjárlagalaus. Hv. forseti ber og ekki ábyrgð á, hvenær þingi er slitið, heldur ráðherra. Forseti á aðeins að sjá um, að málin gangi áfram venjulega leið gegnum deildina.

Jeg vona fastlega, að atkvæðagreiðsla fari fram nú þegar. Frestun á henni getur skaðað málið, því að þingmenn fara nú að tínast burtu.