19.07.1913
Neðri deild: 14. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 291 í C-deild Alþingistíðinda. (237)

61. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Matthías Ólafsson:

Eg sé ekki að það þurfi að áfellast háttv. flutnm. (Sk. Th.) fyrir það, þótt ekki hafi verið farið fyrat með þetta mál til landsimastjóra. Hann mun ekki vera það fróðari um það síðan í fyrra. Mér er nú að vísu kunnugt um það, að það er talsvert örðugt, að leggja síma til Látra, en eg er því meðmæltur engu að síður, með því að ella yrði ekki hálft gagn að honum. Þeir sem þurfa að spyrjast fyrir um afla og beitu, verða að fá hann þangað, því að þarna er kauptún og margt fólk.

Eg þykist vita, að það yrði dýrara að leggja hann þangað en að Stað, en það borgar sig alt af betur, en að gera sér þótt ekki sé nema spannar krók að óþörfu. Eg veit sömuleiðis, að ekki kemur til þess í næstu framtíð, að þessi sími verði lagður, en það er rétt, að fólkið kann því betur, að ákvæðinu sé breytt strax, en að það atandi áfram svona, eins og það á ekki að vera.

Ég álít ekki að þörf sé á sérstakri nefnd í þetta mál, annari en þeirri sem fær til meðferðar aðrar breytingar á lögum þessum, sem nú eru á ferðinni.