11.09.1913
Efri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1119 í B-deild Alþingistíðinda. (2372)

94. mál, kosningar til Alþingis

Sigurður Stefánsson:

Jeg var ekki við, þegar frv. var hjer á ferðinni í deildinni, svo að jeg gat ekki gert neinar athugasemdir við það.

Jeg skal geta þess, að jeg er samþykkur ákvæðum 1. gr. en ekki 2. Mjer er kunnugt, að sú hefur orðið raunin á, að ár frá ári hafa minkað þær misfellur, er voru á seðlum frá kjósendum. Nú eru kjósendur farnir að venjast þessari aðferð núgildandi laga. Ef þetta frv. verður að lögum, verða þeir að byrja á nýrri aðferð. Og jeg efast mjög um, að hún reynist þeim auðveldari en sú gamla, eða sje að neinu leyti betri.

Jeg get því ekki felt mig við frv. eða gefið því atkvæði mitt. Mjer þykir óviðkunnanlegt að breyta svo nýjum lögum, er brýna nauðsyn ber ekki til. Breyting 1. gr. frv. tel jeg, sem sagt, góða, en get þó ekki greitt frumvarpinu í heild sinni atkvæði mitt.