11.09.1913
Efri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1120 í B-deild Alþingistíðinda. (2376)

93. mál, hallærisvarnir

Guðm. Björnsson, framsögnmaður:

Jeg get nú verið fáorður.

Þetta frv. var rætt svo rækilega hjer í h. deild áður meir, og nú er það aftur komið frá h. Nd. og hefur hlotið þar óvenjulega góða meðferð, ekki verið skaðskemt, eins og ýms önnur mál. Breytingar Nd. eru þannig vaxnar, að þeir, sem hugdeigastir voru í fylgi sínu við málið hjer í deildinni. geta nú væntanlega aðhylzt það. Nefskatturinn er nú afnuminn, en gjaldið á nú að greiða úr sveitarsjóði, og er lægra en það var áður. Árstekjur sjóðsins verða að vísu minni en áður var ætlað, en þó um 40 þús. kr. Málið er því nú komið í það horf, að andmælendur frv. geta nú vonandi felt sig við það.