19.07.1913
Neðri deild: 14. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í C-deild Alþingistíðinda. (238)

61. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Lárus H. Bjarnason:

Ég hefi ekki heyrt beina tillögu um kosning nefndar í málið. Eg er því samþykkur, að rétt hefði verið að bera þetta frumv. undir sérfræðing. Það hefir ekki verið gert og þarf þess vegna því fremur að athuga málið í nefnd. Auk þess liggja önnur símamál fyrir Ed. Tel eg því rétt að kjósa nú þegar nefnd, sem þá gæti lagað það sem ábótavant kann að vera við undirbúning frumvarpsins, og síðan gæti tekið við öðrum símamálum þegar þar að kemur.

Eg leyfi mér því að stinga upp á 5 manna nefnd að lokinni umr.