11.09.1913
Efri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1123 í B-deild Alþingistíðinda. (2381)

109. mál, forðagæsla

Hákon Kristoffersson:

Jeg vil að eins láta í Ijósi ánægju mína yfir því, að háttv km. Strand. er nú orðin sömu skoðunar og jeg, um að forðagæzlumenn eigi að vera fleiri en einn. (Guðjón Guðlaugsson: Jeg hef altaf verið þeirrar skoðunar !) Það gleður mig! Jeg hygg, að reynslan muni sýna, að einn forðagæzlumaður mundi standa ver að vigi heldnr en tveir. Það er venjulegast tekið meira mark á orðum tveggja manna heldur en eins. Háttv. framsm. tók það fram, að það væri greylegur smásálarskapur, að vilja rýra þessi 2 krónu daglaun, og vil jeg fyllilega taka undir þau ummæli, Mjer blöskrar, að þingmenn, sem hafa skamtað sjer svo góð daglaun sjálfir, skuli geta greitt atkvæði með slíku ákvæði. — Þrátt fyrir þetta vil jeg ekki bregða fæti fyrir frv., þó að mjer finnist það mikill ókostur á því, að það gerir ekki beinlínis ráð fyrir því, að forðagæzlumennirnir eigi að vera tveir, og að dagkaupið sje of lágt. En sú bót er í máli, hvað tölu forðagæzlumanna snertir, að hreppar mega hafa þá fleiri en einn, og vildi jeg óska að svo yrði gert. Og um alt Vesturland þar sem jeg kann skil á, hafa eftirlitsmenn samkvæmt horfellislögunum verið tveir, hvað sem annarstaðar hefur verið. Jeg býst við, að þessi ákvæði bæði, er jeg hef minzt á verði bráðlega lagfærð, og því tel jeg rjett að láta frv. ná framgangi.