11.09.1913
Efri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1130 í B-deild Alþingistíðinda. (2391)

71. mál, löggilding verslunarstaðar í Karlseyjarvík

Jón Jónatansson, framsm.:

Jeg ætla að eins að segja örfá orð út af því, sem háttv. þm. Húnv. sagði. Mjer virðist hana í flestum atriðum sammála nefndinni, en hann talaði af litlu trausti og mikilli vorkunsemi til stjórnarinnar um þetta mál. Jeg get nú reyndar búizt við því, að lítið verði úr framkvæmdum stjórnarinnar í málinu, en jeg skil ekki, að stjórnarráðið geti ekki komið að einhverju haldi í þessu efni. Háttv. þm. hjelt því fram, að eina úrlausnin væri sú, að selja þjóðjarðirnar, en þó það sje gert, er mikill fjöldi leigujarða í landinu eftir sem áður, og þeirri leiguábúð þarf að koma vel fyrir. Það er hið mesta hálfverk að löggjafarvaldið lætur sjer ant um að tryggja sjálfsábúðina, og selur í því skyni þjóðjarðirnar, en lætur sig svo engu skifta, hvernig fer um þá, sem eru leiguliðar á jörðum einstakra manna. Jeg er sammála háttv. þm. um það, að þetta sje vandamál, en úr því þarf að ráða eigi að síður, og jeg legg svo mikla áherzlu á þetta, eins og jeg hef áður látið í Ijósi hjer í deildinni, að ef það reynist ókleyft að skipa svo fyrir með lögum um leiguliðaábúðina, að hagur þeirra sje sæmilega trygður, að þeir geti óhikað lagt fram krafta sína og haft fulla tryggingu fyrir að geta notið ávaxta verka sinna, þá ætti þess háttar ábúð ekki að vera til. Það er því nauðsynlegt að koma betra skipulagi á löggjöfina í þessum efnum, og hvað sem þjóðjarðarsölunni liður, og hverjum augum sem menn líta á það mál, verður með engu móti gengið fram hjá þeirri nauðsyn, að bæta úr göllum ábúðarlaganna.