11.09.1913
Efri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1136 í B-deild Alþingistíðinda. (2403)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Jósef Björnson, framsögnmaður:

Eins og háttv. deild hefur sjeð, þá hefur frv. þetta tekið allmiklum breytingum í háttv. neðri deild. Það hafa verið sniðnar af því þær viðbætur, er frv. fjekk hjer í þessari háttv. deild, og það hefur heldur ekki verið lagfært, að því sem bent var á hjer í háttv. deild að þyrfti að lagfæra, í 9. gr. símalaganna, þar sem mótsögn er í milli íslenzkunnar og danska leatans. En vitanlega hefur það litla þýðingu, því íslenzki textinn ræður, en hitt hefur meiri þýðingu, að orðið „jafnan“ er á móti þeirri venju, er hefur verið fylgt um borgun, starfsrækslu. Á þeim tíma, sem liðinn er, frá því lögin komust í gildi, hefur verið brotið á móti orðinu „jafnan“. Það hafa verið teknar upp nýjar stöðvar og borgað fyrir starfsrækslu á sumum þeirra, og það er því óskiljanlegt, að háttv. neðri deild skyldi ekki taka upp breytingu um þetta efni, því tæplega gat sú háttv. deild talið þetta til þess fallið að skemma frv., eða ráða falli þess hjer í háttv, deild. Og þar sem starfsræksla símans hefur hreint og beint brotið í bág við þetta og því við lögin, þá virtist það nokkurn veginn gefið, að þetta bæri að lagfæra.

En háttv. neðri deild hefur ekki látið sjer nægja að spilla frv. lítið eitt, hún hefur stórspilt því að áliti nefndarinnar. Og nefndin finnur þessum orðum sínum stað með því, að benda á, að háttv, Nd. hefur felt úr að taka upp í fyrsta flokk, línur þær, er um var að ræða, því önnur þeirra að minsta kosti átti sjerstaklega rjett á því, að vera sett þar. Nefndin vill og taka fram sem sína skoðun, að það hafi verið vel ráðið af háttv. alþingi, að setja mörk fyrir því, hversu hátt gjald megi greiða fyrir starfsrækslu stöðvanna, því nefndin er sannfærð um, að þess verðiekki langt að bíða, að meira verði borgað fyrir starfsræksluna en hækkun sú nemur, sem orðið hefði, ef ákvæðinu um starfs. rækslugjald til allra stöðva, eins og þau voru samþykt hjer í deildinni, hefðu náð fram að ganga, og mitt álit er, að það verði til stórbaga, er fram líða stundir, að þetta skyldi ekki vera ákveðið. Og nefndin lítur því svo á, sem það hefði verið til fjársparnaðar í framtíðinni að samþykkja 9. gr., eins og hún var afgreidd hjer í háttv. deild.

Jeg vil ekki fjölyrða meira um þetta, en jeg get ekki stilt mig um að fara nokkuð fleiri orðum um málið. Það vildi svo til, er mál þetta var hjer síðast til umræðu í þessari deild, að jeg gat fyrir vangá varaforseta, sem þá sat í forsetasæti, ekki svarað ummælum þeim, er fjellu hjer í deildinni, og vil jeg því bæta að nokkru úr því, fyrst málið barst hingað aftur.

Það var sagt, þegar verið var að ræða um að flytja Siglufjarðarsímann í fyrsta flokk, að með þessu frv. væri gengið inn á nýja braut, tekin ný stefna, en þetta er ekki rjett, heldur rangt með öllu. En þó að svo hefði verið, hefði mátt á það lita, að nauðsyn gat rekið til þess, að „principunum“ væri ekki haldið stranglega fram. Og það er oft nauðsyn á því, að víkja frá þeim. Jeg man það, að þegar háttv. þm. Ísaf. (Sig. St.) var að tala um brimbrjótinn í Bolungarvík við 2. umr. fjárlaganna, að þá sagði hann:

„Það dugir ekki ætíð að fylgja „principum“, heldur verður stundum að brjóta þau, alveg eins í þinglífinu og annarstaðar“. Og þetta er alveg rjett. (Guðmundur Björnsson: Já, alveg rjett).

Í þessu sambandi vildi jeg minnast á flutning símalínunnar frá Sauðárkrók til Siglufjarðar í 1. flokk, því þar eiga ummæli hv. þm. Ísaf. einmitt við. Þar hefur verið lagt fram af hjeruðunum hærra tillag en nokkurstaðar annarstaðar mótsvið það, er linan kostaði. Það verður að gæta að því, að töluverðu af því fje, sem línan kostaði, var varið til þess að rifa upp og gera við aðallinu landsins, Reykjavík — Seyðisfjörður, sem sje kaflann frá Sauðárkrók til Vatnsleysu, og er það þvert á móti lögunum. Þessu fje var varið til þess að rífa upp línuna milli Sauðárkróks og Vatnsleysu. Ef þessi kostnaður, er mun nema um 5000 kr., er dreginn frá, þá mun það ekki fjarri lagi að telja, að hjeruðin hafi lagt fram 1/3 kostnaðarins. Ef svo á hinn bóginn er minzt þess, er háttv. 1 þm. Húnv. sagði, þegar hann um daginn var að tala um, hve litlu fje hefði verið varið til samgöngubóta í Húnavatnssýslu á móts við önnur hjeruð landsins, og hann þá nefndi Skagafjarðarsýslu meðal þeirra 8 hjeraða, sem öll til samans ekki hefðu fengið meira af vegafje en Þingeyjarsýsla árin 1900–1910, að báðum árum meðtöldum, þá var þó ekki nema sanngjarnt, þó tekið væri nokkurt tillit til, að Skagafjarðarsýsla er eitt af þeim hjeruðum, er hefur fengið minst til samgöngubóta, um 1/20 af því, er varið hefur verið til Suður-Múlasýslu, og það hjerað látið njóta þess í einhverju öðru.

Við 3. umr. þessa máls hjer í deildinnt var það einn háttv. þm., er vjek að því, að hjer mundi vera um hreppapólitík að ræða eða kjósenda meðhald, og hefur þá líklega helzt beint þessum ummælum til mín. En þetta er gersamlega ástæðulaust. Hjer eiga tvö hjeruð að máli, Eyjafjarðarsýsla og Skagafjarðarsýsla, og eins og þessum háttv. þm. væntanlega er kunnugt., þá er Siglufjörður í Eyjafjarðarsýslu, og hann á hjer tiltölulega mestan hlut að máli. Jeg, og eins nefndin, get því látið mjer þessi ummæli liggja í Ijettu rúmi, þótt jeg vilji ekki láta þau ómótmælt.

En fyrst þessi lína er ekki tekin í 1. fl. þrátt fyrir allt, sem með því mælir, þá er í öllu falli ástæða til að ætla, að hjeruðunum, sem hafa lagt fram alt að 1/3 af kostnaði símaálmunnar frá Vatnsleysu til Siglufjarðar, væri sýnd nokkur tilhliðrunarsemi frá símastjórnarinnar hálfu. En það held jeg að tæplega verði sagt, að sje gert. Því til skýringar vil jeg geta þess, að Holtshreppur í Fljótum hefur beðið um, að símastöð væri sett upp á Hraunum í Fljótum og símalínan liggur þar um túnin. Hreppur þessi hefur eins og vanalegt er, boðizt til að starfrækja stöðina á sinn kostnað, og þetta er einn þeirra hreppa, er fje hefur lagt til línunnar. Þessu hefur símastjórinn altaf neitað, og stöðin var ókomin, að minsta kosti þegar er jeg fór til þings. Ef svo skyldi ólíklega vera, að á þessu hafi síðan verið bót ráðin, bið jég velvirðingar á orðum þeim, er jeg í þessu efni hef viðhaft um litla tilhliðrun.

Að því er „principin“ snertir, sem nokkrir háttvirtir deildarmenn hjer töluðu um við 3. umr. að farið væri á bí við, en upptekin ný leið, þá er þar til því að svara, að það var alls ekki að ræða um neina nýja leið í frv., þótt línurnar hetðu verið settar í Í. flokk, og því til sönnunar vil jeg geta þess, að í brjefi landsímastjórans, dags. 30. júlí þ. á., til símanefndar neðri deildar segir hann svo: „Síðasta alþingi braut reyndar þessa reglu, með því að gera línuna Reykjavík — Vestmannaeyjar að 1. flokks línu“.

En áður hefur hann sagt, að línan Reykjavík — Seyðisfjörður, hrygglína símakerfisins, sem hann nefnir þá línu, ætti ein að vera 1. flokks lína, og þetta tekið fram í fyrnefndu brjefi hans til þingsins. Hjer ber landsímastjóranum fyllilega saman við það, er jeg hef áður sagt um þetta mál, og þó sumir háttv. þm., svo sem háttv. þm. Ísaf., Strand. og 3. og 6. háttv. kgk. þm. hafi viljað neita þeim ummælum mínum, að hjer væri ekki um nýja stefnu að ræða, þá vænti jeg þess, að þeir háttv. herrar hætti því, er jeg hef skýlausa yfirlýsingu landsímastjórans sjálfs með máli mínu.

Þótt nefndin telji það illa farið, að háttv. neðri deild gat ekki samþykt breytingar þær, er orðnar voru hjer í deild á frv., og þótt nefndin telji það líka illa farið, að ekki hafi verið breytt orðinu „jafnan“ í 9. gr. símalaganna, og sett í þess stað orðið „venjulega“, þá hefur nefndin þó ekki viljað leggja til, að frv. yrði felt, af því að hún er sömu skoðunar og áður um efni stjórnarfrv., og nauðsyn þess, að lánið, sem tekið verður, fáist með vægum kjörum, og hefur því ekki viljað taka upp breytingar sínar, og með því etja kappi við háttv. neðri deild, því skeð gæti, að það yrði frv. til falls í þeirri háttv. deild, þar sem svo áliðið er orðið þingtímans. Og eingöngu þess vegna ræður nefndin til að samþykkja frv. óbreytt. En nefndin er sannfærð um það, að það muni ekki líða langur tími, þar til augu manna opnast fyrir því, að þessar línur eigi að vera 1. flokks, og sjálfsagt sje að breyta 9. gr. eins og nefndin lagði til.

Jeg finn svo ekki ástæðu til að tala frekar um málið að sinni, enda liggja engar breytingartillögur fyrir.