12.09.1913
Efri deild: 53. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (2411)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Guðmundur Björnsson, framsögum.:

Sem formaður nefndarinnar í þessu máli verð jegað gera nokkra grein fyrir því. Eins og hv. d. er kunnugt, hefur nefndin aldrei getað orðið sammála. Sumir nefndarmenn vildu, að frumv. væri samþykt óbreytt, eins og það kom frá h. Nd. Aðrir vildu breyta því, án þess þó að hagga efninu. Hvorugt þetta gat fengið eindregið fylgi nefndarinnar, og afleiðingin af því er sú, að hún hefur ekki getað látið uppi álit sitt, og efast jeg um, að það yrði komið á morgun, þótt málið væri tekið út af dagskrá og því frestað þangað til. Það má því eins vel taka það fyrir í dag.