02.07.1913
Efri deild: 2. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í B-deild Alþingistíðinda. (2447)

Fyrsti fundur í ed

Ráðherra:

Jeg leyfi mjer hjermeð að leggja fyrir hina háttv. deild í dag 14 af þeim frumvörpum, sem Hans Hátign konungurinn hefur samþykt að lögð yrðu fyrir þingið sem stjórnarfrumvörp.

Það er tilgangslaust, að segja mikið um frumvörpin nú, þar sem nánari grein er gerð fyrir þeim í athugasemdum aftan við hvert einstakt frumvarp, og mun jeg heldur taka fram það, er þurfa þykir, þegar hvert frumvarp kemur fyrir til umræðu síðar.

Frumvörp þau er jeg legg nú fyrir eru: Frv. til siglingarlaga,

— — laga um sjóðdóma og rjettarfar í

— — sjómálum,

— — sparisjóði,

— — hagstofu Íslands,

— — vatnsveitingar,

— — ábyrgðarfjelög,

— — breyting á lögum 22. okt. 1912 um ritsíma og talsímakerfi Íslands.

— — breyting á lögum nr. 39, 10 nóv. 1903 um leynilegar kosningar og hlutfallskosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum,

— — mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum,

— — breyting á og viðauka við tilskipun 15. ág.1832, 15. gr.,

— — breyting á lögum nr. 32, 20. okt. 1905 um málaflutningsmenn við landsyfirdóminn í Reykjavík,

— — breyting á lögum nr. 30, 16. nóv. 1907, um lán úr landssjóði til bygginga íbúðarhúsa á prestssetrum landsins,

— — ný nöfn manna og ættarnöfn,

— — nafnbreytingar og ný nöfn á býlum.

deg vil biðja háttv. deild, að taka mál þessi til meðferðar, og hæstv. forseta, að taka þau á dagskrá.

2. Ruðning úr landsdómi.