14.07.1913
Sameinað þing: 2. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (2459)

Þingsetning í sameinuðu þingi

Lárus H. Bjarnason:

Á dagskrá er eigi getið um, hvaða máI hv. ráðherra ætlar að gefa skýrslu um, en það hefir flogið fyrir, að það sje um lotterímálið, og vil jeg spyrja hv. forseta að því, hvort það sje satt eða ekki. Sje svo, að hv. ráðherra ætli hjer að tala um lotterímálið, þá hef jeg umboð til þess, að lýsa því yfir fyrir hönd flokksbræðra minna, að þeir munu ekki hlýða á það mál hjer, vegna þess að það er komin fram fyrirspurn um það í háttv. neðri deild, og finst oss það því eitt hæfa, að fyrirspurninni sje svarað þar.

Jeg vænti svars hv. forseta um það, hvort það sje rjett, að skýrsla verði gefin um lotterímálið hjer eða ekki.