09.09.1913
Sameinað þing: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (2476)

27. mál, vatnsveitingar

Þórarinn Jónsson, framsm. Ed.:

Háttv. 1. þm. Árn. (S. S.) taldi, að með þessari breytingu væri farið með eignarrjett manna eins og hver vildi hafa. En það er hægt að skírskota til 12. gr. fossalaganna, það er ekki skemra farið. Hjér liggur alveg sama fyrir; hjér er farið að koma á fót fyrirtækjum sem eru til heilla heilum sveitarfjelögum. Þá hjélt Hann mjög fram lögtaksrjettinum, sem ákveðinn er í 18. gr. En meira aðhald er þó það, ef hægt er að taka jörðina eignarnámi. Að taka lögtaki er altaf mas og fyrirhöfn, og ef maðurinn sem í hlut á, á ekkert nema jörðina, hvað á þá að gera ? — Það er óumflýjanlegt að samþykkja brtill. á þgskj. 633, því að í 22. gr. frv. er talað um úttektarmenn og matsmenn, sem hvergi annarsstaðar eru nefndir á nafn. — Jeg sje, að í nefndaráliti minni hlutans er verið að hnýta í Ed. fyrir, hve áfjáð hún sje um eignarnámið, þar sem hún skipi fyrir, að stjórn áveitufjélagsins skuli láta eignarnámið fara fram áður en 5 mánuðir eru liðnir frá því, að undirbúningi verksins var lokið. En þessi 5 mánaða frestur er til þess, að hægt sje að áfrýja matsgjörðinni, en út frá því er gengið sem sjálfsögðu, að ekki verði hætt við fyrirtækið. Jeg vil því eindregið ráða til þess, að samþykkja frv. ásamt brtill. á þgskJ. 633.