21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í C-deild Alþingistíðinda. (248)

22. mál, eftirlit með fiskveiðum í landhelgi

Framsm. (Matthías Ólafsson):

Eg get orðið fáorður í þetta skifti, en mér virðist ástæða til að taka fram, að eigi bæri að veita börnum atkvæðisrétt í þeim málum, sem hér er um að ræða.

Ef breyt.till. næði fram að ganga, væri ekkert því til fyrirstöðu, að jafnvel smádrengir hefðu atkvæðisrétt um fiskimál. Eg er á móti því, eins og eg er mótfallinn tilllögu, sem var rædd hér í deildinni um daginn, að opna hegningarhús landsins til að veita sakamönnum aðgang að kjörborðinu.

Það er mjög sjaldgæft, að menn innan 25 ára aldurs séu orðnir útgerðarmenn, og það óréttlæti, sem mundi stafa af því að miða atkvæðisrétt við kosningarrétt til Alþingis, mundi því verða hverfandi.

Mér finst óþarfi að taka málið út af dagskrá, get ekki séð að það sé til annars en lengja tíma þingsins.