13.09.1913
Sameinað þing: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (2492)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Sigurður Eggerz:

Jeg skal ekki neita því, að jeg er dálítið hátíðlegur í anda, þegar jeg stend upp í þessum sal, því að það er í fyrsta skifti, sem það kemur fyrir mig.

Í þessum sal, þar sem svo margar göfugar hugsanir hafa svifið um á þessu sumri, í þessum sal, sem andi hrossakaupanna hefur aldrei rekið nefið inn í þessum sal, sem fánatökunnar 12. júni var hefnt svo eftirminnilega.

Það eru tvær brtill. sem hjer eru aðallega til umræðu, en ekki ritsímamál og annað slíkt, sem umræðurnar hafa snúizt um. Jeg er á móti till., sem heimtar það, að menn borgi 1% af veðdeildarláni í hvert skifti, sem fasteignin er seld. Hjer er um verulegan skatt að ræða, sem snertir einnigþá menn óbeinlini,, sem nú hafa jarðir sínar veðsettar. Þingið verður að sýna gætni í þessum eilífu skattaálögum. Og hinsvegar sje jeg ekki betur, en að þessi nýja sería sje vel trygð, þótt skattur þessi verði ekki heimtur. Jeg er á móti hinu atriðinu líka, að leyfa að „spekúlera“ með brjefin, því að það er „punctum saliens“ í málinu. Jeg efast ekki um það, að bankastjórnin mundi gera alt, sem í hennar valdi stæði til að selja brjefin sem hæsta verði, en nú er peningamarkaðurinn þannig, að litlar líkur eru á því, að sú sala yrði til góðs, og gæti svo farið, ef peningamarkaðurinn breyttist til batnaðar, að stórtap yrði á brjefasölunni.

En þótt jeg sje mótfallinn þessum brtill., þá mun jeg þó greiða atkvæði með frv. þó þær verði samþyktar, og atkvæði greiði jeg móti rökstuddu dagskránni.

Svolátandi dagskrá hafði verið borin upp:

„Í því trausti, að landsstjórnin í samráði við stjórn landsbankans, búi þetta „mál betur undir til næsta þings, tekur „sameinað alþingi fyrir næsta mál á dagskrá.“

Þessir þingmenn óskuðu, að umræðunum væri hætt:

Hannes Hafstein,

Stefán Stefánsson, 1. þm. Eyf,

Einar Jónsson, þm. N: M.,

Júlíus Havsteen,

Pjetur Jónsson,

Benedikt Sveinsson,

Björn Þorláksson,

Eggert Pálsson,

Jón Jónatansson,

og var það samþykt.