19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 126 í B-deild Alþingistíðinda. (2519)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Sigurður Stefánsson, framsögumaður Jeg er þakklátur háttv. þm., er talaði nú (Steingr. J.) fyrir ummæli hans um frumv V.

Háttv. 3. kgk. þingm. vakti máls á því, hvort ætti að leggja meira fje í landhelgissjóðinn en sektafjeð fyrir ólöglegar fiskiveiðar. Jeg álít, að það hefði ekki verið svo mikil ástæða til þessa, ef alt sektafjeð fyrir ólöglegar fiskiveiðar hefðu getað runnið í sjóðinn, eneins ogöllum háttv. þm. er kunnugt, þá rennur nú samkv. Iögum 1/3 hluti sektarfjárins til Fiskiveiðasjóðsins. Hjer verður að líta á það, hversu brýna nauðsyn ber til þess, að auknar verði landhelgisvarnirnar, og svo er líka rjett að líta á það, hversu mikill mismunur hefur verið á styrkveitingum frá alþingis hálfu til landbúnaðarins og sjávarútvegsins. Og hvað þessi Iðg snertir, þá mundu allir líta svo á, sem að upphæð þá, er hjer ræðir um, 5000 kr., bæri að skoða sem styrkveitingu til eflingar og viðhalds sjávarútvegsins.

Það er misskilningur hjá háttv. 3. kgk. þm. (Steingr. J.), að nefndin telji, að ekki muni þurfa mikið fje til verulegrar þátttöku frá vorri hálfu í landhelgisvörninni, svo sem t. d. til kaups og útgerðar á varðskipi en hún gerir ráð fyrir, að vjer getum innan skamms stutt að landhelgisvörninni með minni kostnaði. Þótt ekki sje keypt varðskip, þá gætu minni skip, jafnvel mótorbátar, komið að miklu gagni með eftirlit þetta; það hefur reynslan sýnt hjer suður í Garði, en bezt væri, að sjóður þessi gæti komið fljótt að notum, og það gæti hann gert hvað þannig eftirlit snertir.

Jeg hygg, að nefndin vilji halda fast við það ákvæði 3. gr., að landssjóður leggi 5000 kr. til sjóðsins árlega, enda er það ekki nema í samræmi við önnur ákvæði eins og það, að landssjóður leggur 6000 kr. árl. til Fiskiveiðasjóðsins, og það verð jeg að segja, að þessi sjóður kemur fyr að almennum notum en Fiskiveiðasjóðurinn, með allri virðingu fyrir honum.

Um Fiskiveiðasjóðinn er það svo, að hann mun alt af verða að mestum notum fyrir þær sveitir, sem eru nálægt stjórn sjóðsins, en hinar, sem fjær eru, en sem þó líka þurfa styrktar hans, verða fremur útundan. Hinum veitir hægar að bera sig eftir björginni, hvað lán snertir. Að þetta sje svo, að þeir bnri bezt úr býtum, er næst stjórninni búa, sjer maður oft; má þar t. d. benda á lánveitingarnar úr Ræktunarsjóðnum. Jeg segi þetta ekki til ámælis stjórnum sjóðanna, það geta oft verið eðlilegar ástæður til þess.