21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (252)

22. mál, eftirlit með fiskveiðum í landhelgi

Framsm. (Matthías Ólafsson):

Þegar frumvarp þetta var samið, vakti það fyrir flutningsm., að í öllum samþyktum hingað til hefir verið miðað við kosningarrétt til Alþingis.

En ef nú, eins og háttv. 1. þm. S.- Múl. (J. Ól.) stakk upp á, miðað er við atkvæðisrétt í sveitamálum, get eg ekki séð betur, en að af því geti risið ágreiningur.

Ef maður stundar sjó, ber þá að telja konu hans útgerðarmann líka? (Jón Ólafsson: Já, ef þau hafa félagsbú). Eg get ekki séð, hvaða ástæða er til að gera undantekningu með þessar samþyktir, láta langtum fleiri hafa atkvæðisrétt um þær, en allar aðrar.

Eg get ekki verið því samþykkur, að rétt sé að verða við beiðni háttv. Dal. (B. J.), sem hann segir vera sama sem Jón réttlætieins. Mér finst það ekki vera til annars en að eyða tíma þingsins. Gagnið, sem af því gæti leitt, vegur tæplega á móti ógagni því sem leiðir af töfinni.