08.09.1913
Neðri deild: 54. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2273 í C-deild Alþingistíðinda. (2539)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Framgögum. (Björn Kristjánsson):

Eg þarf í rauninni ekki að taka margt fram viðvíkjandi brtill. nefndarinnar, því að nefndin hefir gert rækilega grein fyrir þeim í framhaldsnefndaráliti einu á þgskj. 753. Eg vil þó vekja athygli háttv. deildar á nokkurum atriðum.

Háttv. Ed. hefir gert ýmsar breytingar á frumv.

Í 3. gr. hefir hún breytt röðinni þann veg sem gengið yrði að þegar til ábyrgðar kæmi, og er sú breyting til bóta.

Í 4. gr. hefir Ed. skeytt inn lagfæringu.

Í 5. gr. hefir Ed. bætt inn setningu, sem er eðlileg og því til bóta.

Þessar breytingar getur nefndin fallist á og sömuleiðis breytinguna á 7. gr. um það, að eftirlitsmennnirnir séu innan héraðs, því það var líka meining nefndarinnar hér.

Enn fremur getur nefndin fallist á breytinguna við 9. gr., að minsta lán, sem veðdeildin veiti, sé 300 kr. í stað 500 kr. eftir frumv. eina og það fór úr neðri deild.

Þar á móti getur nefndin ekki fallist á þá breytingu Ed. á. 10 gr., að skella aftan af greininni síðustu málsgreinina. Alveg sams konar regla sem felst í þessari málsgrein er í lögum ýmsra danskra lánsfélaga. Með því að beeta við þessa málsgrein, eins og nefndin leggur til, að samþykkja stjórnarráðs þurfi til söluverðsins, þá er fengin full trygging fyrir því, að bankastjórnin selji ekki bréfin hugsunarlaust, eina og Ed. ef til vill óttast.

Þá hefir Ed. breytt 11. gr., felt niður ákvæðið um það, að við eigandaskifti á fasteign skuli inn nýi eigandi greiða 2% í varasjóð. Þessa breytingu getur nefndin ekki fallist á. Áður var svo ákveðið um veðdeildirnar, að 1/6 af verðbréfum þeirra: skyldu vera í varasjóði. Í stað þessa ákvæðis voru sett ýmis önnur tryggingarákvæði, þar á meðal gjald af eftirstöðvum fasteignaveðlána við eigendaakifti. Það sér hver maður, að einhver trygging verður að vera fyrir veðdeildinni, ella kaupir engin maður bréfin. Hér er um að ræða vöru, sem koma á á útlendan markað, og því ríður á, af safna sem mestu í varasjóð. Til samkomulags Við Ed. hefir nefndin þó lagt til að færa gjaldið niður í 1% Þar hefir nefndin þó bætt við nýrri málagrein þess efnis, að ekkert gjald skuli greiða við eigandaskifti, sem stafa af erfðum.

Eg vona, að háttv. Ed. fallist á þessar brt. með þessum skýringum, sem eg hefi nú gefið.

1. gr. frumv. um upphæð veðdeildarinnar hefir Ed. einnig breytt, fært hana úr 6 millónum kr. niður 3 milliónir króna. Nefndin leggur til að færa upphæðina upp aftur, upp í 5 miliónir kr. Að talan hefir verið sett svona há, stafar af því, að bankastjórnin telur hægara að koma bréfunum út, að minsta kosti getur það ekki skaðað að hafa hærri töluna.

Vegna tillögu nefndarinnar um 1% gjaldið við eigandaskifti á fasteignum, þarf líka að færa inn í 13. gr. tilvitnun, eins og nefndin leggur til.

Það leiðir af hækkun upphæðarinnar úr 3 miliónum kr. upp í 5 miliónir kr., að hækka verður rekstrarkostnað úr 4000 kr. í 5000 kr. og endurskoðunarkostnað úr 250 kr. í 300 kr.

Eg skal að endingu taka það fram, að svo framarlega sem frumv. verður ekki samþykt með þessum breytingum, er alveg þýðingarlaust að gera frumv. að lögum. Bankastjórnin hefir teygt sig eins langt og hún hefir getað, og meir en það.