08.09.1913
Neðri deild: 54. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2291 í C-deild Alþingistíðinda. (2557)

117. mál, tóbaksnautn barna og unglinga um land allt

Framsögum. (Matthías Ólafsson):

Það hefir leikið orð á því síðustu árin, að tóbaksneyzla barna og unglinga hafi farið mjög 1 voxt, sérstaklega í bæjum og kauptúnum. Þetta hefir verið allmikið áhyggjuefni þeirra manna, sem annaat um uppeldi barnanna, en ekkert hefir verið gert í málinu fyr en í vetur, er út kom ritgerð um þetta efni eftir barnakennara í Vestmannaeyjum. Á þinginu í sumar kom svo fram frumvarp um, að banna sölu á tóbaki til barna og unglinga. Það var sett í nefnd, en þegar nefndin fór að athuga það, kom brátt í ljós, að málið var ekki nægilega undir búið, og þótti nefndinni ýmis vandkvæði á að koma því í framkvæmd. Meðal annars leit nefndin svo á, að það myndi verða erfitt að sanna, hve gamall unglingur væri. En hins vegar viðurkennir nefndin, að málið sé þess vert að athugast, og vill skjóta því til fræðslumálastjórnarinnar og síðan til kennara út um land, að undirbúa það. Nefndin hefir því komið fram með þingsályktunartill. þar að lútandi. Eg þarf ekki að fjölyrða um þetta nú, en fáist ábyggilegar upplýsingar um þetta, má væntanlega, taka til athugunar, hvað hægt sé að gera til að ráða bót á þessu meini.