08.09.1913
Neðri deild: 54. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2294 í C-deild Alþingistíðinda. (2563)

114. mál, íslensk lög verði eftirleiðis aðeins gefin út á íslensku

Ráðherrann (H. H.):

Eg get ekki verið háttv. þm. Dal. (B. J.) samdóma í þessu máli. Er eg líka sannfærður um það, að hann trúir því naumast sjálfur, að menn séu honum samdóma í þessu. Hann veit það vel, háttv. þingmaður, að það dugar ekki að heimta það, að hæstaréttardómarar skilji íslenzku til hlítar; og á meðan hæstiréttur er æðsti dómstóll landsins, þá verður að sjá um að íslenzk lög séu skiljanleg fyrir dómstólinn, og því verður að þýða þau. En það er heldur ekki að eina hæstiréttur, sem gera verður íslenzku lögin skiljanleg fyrir, heldur er það líka annar þáttur löggjafarvaldsins, konungurinn sjálfur, og ekki er hægt að fara að skylda hann til þess að kunna íslenzku, þótt hann sé konungur Íslendinga. En þegar hann verður nú að skilja þessi lög, sem hann á að samþykkja, þá er ekki annað ráð fyrir hendi, en að láta prenta þau á dönsku.

Eg held því, að þetta hljóti að vera gamanleikur hjá háttv. þingmanni, því honum .getur ekki dottið sú fjarstæða í hug, að deildin samþykki þetta frumvarp hans.