09.09.1913
Neðri deild: 55. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2304 í C-deild Alþingistíðinda. (2571)

92. mál, sauðfjárbaðanir

Bjarni Jónsson:

Eg skal tala stutt, því að í nefndaráliti okkar eru tekin fram aðalrökin til þess, að þetta eru óþörf lög. Enda er hér að eins tekið eitt einasta atriði úr sauðfjárræktinni og smíðuð lög um. Og hvaða ástæða er til þess? Hví á þá ekki heldur að semja heilan lagabálk um það, hvernig

eigi að hirða sauðfé, beita því og gefa, hrista heyið, raka krórnar, stinga út úr húsunum o.s.frv.

Þá væri hægt að segja að þetta væri á einhverju bygt, ef löggjöfin tæki að sér, a8 gefa mönnum fyrirskipanir og leiðbeiðingar í fjárrækt, en þessa lagasetningu skil eg ekki.

Það getur verið, að munurinn á skoðunum okkar og hinna, sé fólginn í því, að þeir haldi, að í þessum fyrirmælum liggi trygging gegn fjárkláða, en það getur ekki Verið. Það er auðvitað, að þegar svo stendur á, að varna þarf útbreiðslu fjárkláða, þá verður að taka í strenginn með lagasetningu. Það er alt annað en að vera að gefa lagafyrirskipanir um daglegar framkvæmdir í bunaði. Þá ætti alt eins og engu síður að gefa viðlíka lög fyrir mannfólkið því að það er þó meira virði en sauðkindurnar — t. d. um það, hve oft og hvenær ætti að þvo sér og greiða. Yfirleitt á ekki að þurfa að kenna mönnum með lögum hluti, sem eru svona sjálfsagðir hverjum manni sem stunda vill sinn eigin hag. Það mætti jafnvel geta þess til, að ef lög væru sett um þetta, þá yrðu menn ekki eins fúsir á að gera það. Nú baða margir menn fé sitt ótilknúðir, og eg gæti vel búist við því að það yrði sjaldgæfara, ef farið yrði að fyrirskipa það með lögum. Og ef menn vilja vera alveg ugglausir um, að allir geri það, þá væri líklega réttast að banna það með lögum. Það er vitlaust að vera að skipa fyrir um svona smáatriði, og varhugaverð braut sem löggjöfin þar kemst inn á. Eg skal svo ekki orðlengja mikið um þetta, en ef þetta verður samþykt, höfum við hugsað okkur að koma með svo sem 12–20 þingaályktunartillögur um að skora á stjórnina að gera eitthvað svipað þessu.

Eitt á eg eftir að minnast á. Hvers vegna á að fella burtu eftirlitið með þessu, ef nokkuð á að verða úr þessu á annað borð ? Ef ekkert eftirlit á að hafa, þá eru þessi lög ekki nema til gamans, og þá væri miklu réttara að samþykkja heimildarlög. Þau væru miklu betri til að sveigja sérvitringa, sem alt af eru til í hverri sveit, enda hafa flestir hreppar óskað einmitt slíkra laga. Mér er þetta ekkert kappsmál, en hins vegar get eg ekki léð mitt atkvæði til þess að samþykkja það.