10.09.1913
Neðri deild: 56. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2363 í C-deild Alþingistíðinda. (2604)

118. mál, forkaupsréttur landssjóðs að jörðum um erfðafestuábúð

Flutningsm. (Sigurður Sigurðsson):

Mér er sagt, að þessi till. mín muni sæta misjöfnum dómi, og það jafnvel ekki sízt innan bændaflokksins. Sínum augum lítur hver á silfrið, og það er kunnugt, að skoðanir manna um þetta efni, er till. ræðir um, eru mjög svo skiftar, bæði á þingi og utan þings.

Efni till. er, eins og menn sjá, að skora á stjórnina að undirbúa lagafrv. um heimild landssjóða til forkaupsréttar að jörðum, er ganga kaupum og sölum og um, að lögleiða erfafestuábúð á þjóðjörðum og kirkjujörðum. Till. stendur því í nánu sambandi við þjóðjarðasölumálið, og í 3. lið hennar er gert ráð fyrir því, að þjóðjarðasölulögin og lögin um sölu kirkjujarða, séu afnumin.

Því hefir nú verið haldið fram í sambandi við þjóðjarðasöluna, að hún trygði sjálfsábúð í landinu. En þetta er mesta fjarstæða; að minsta kosti er fram líða stundir. Meðan ekki eru reistar lagaskorður gegn því, að jarðir fari úr sjálfsábúð, hlýtur það að ganga upp og niður með sjálfsábúðina, eins og verið hefir að undanförnu. Meðan góðæri er, haldast jarðirnar í sjálfsábúð; en ef verulega harðnar í ári, fer alt á ringulreið í því efni, og þá geta einstakir menn náð undir sig jörðum, og jarðirnar þannig safnast á fáar hendur. En slíkt er hættulegt fyrir efnahag og velmegun þjóðarinnar.

En það er á fleira að líta, sem hér kemur til greina.

Eins og kunnugt er, hefir nú á síðustu árum gengið yfir landið eins konar gróðabralls-alda, og brallsmennirnir hafa meðal annars gert sér far um að ná í og sölsa undir sig jarðir til þess að græða á því. Fyrir þetta gróðabrall eru nú jarðir, t.d. í nánd við Rvík komnar í óeðlilega hátt verð sem stendur, miklu hærra verð, en sannvirði þeirra nemur. Og afleiðingin af þessu er sú, að eigendur þessara jarða fara að spekúlera með þær á ýmsan veg, til þess að hafa sem mest upp úr þeim. Selja af þeim í burtu allar afnytjar, ræna þær ítökum og hlunnindum, leggja þær siðan í eyði og selja þær loks útlendingum, ef þess er kostur. En þetta miðar alt að því, að eyðileggja jarðirnar, og er til niðurdreps viðkomandi sveitarfélagi og stórtjóns fyrir landbúnaðinn í heild sinni.

Eg skal nefna sem dæmi þessu til sönnunar, að hér í nágrenni við Reykjavík er jörð, ein af fornum höfuðbólum landsins, sem seld hefir verið fyrir skömmu fyrir þrem sinnum hærra verð, en sannvirði hennar nemur, að dómi gagnkunnugra manna. Þessi jörð hefir um nokkurt skeið gengið kaupum og sölum. Og áður en hún var seld síðustu skiftin, var búið að ræna jörðina, eða selja undan henni 1/3 hluta af engjunum, og allri veiðinni, sem henni fylgdi.

Eg skal nefna aðra jörð austan fjalls, höfuðból að fornu og nýju. Hún lendir í höndunum á einum gróðabrallsmanninum. Hann selur hana svo dönsku félagi, sem ætlar að setja upp fyrirmyndarbú á jörðinni og kenna okkur Íslendingum að búa! En hvað skeður? — Í stað þess að hefja þarna fyrirmyndar búskap er jörðin sama sem lögð í eyði og niður nídd á allar lundir. Og nú er hún ekki kaupandi fyrir hálfvirði þess, er hún var upphaflega seld fyrir.

Mörg fleiri dæmi þessu lík mætti nefna. Þessar »spekulationir« með jarðir hér hefðu aldrei átt sér stað, ef landið hefði átt þær frá öndverðu, eða ef landssjóður hefði séð sér fært og haft heimild til að kaupa þær í tíma, eða áður en þær komust í þetta óeðlilega háa verð.

Þá er á það að líta, að jarðir hækka oft í verði fyrir tilverknað ins opinbera. Það eru lagðir vegir eða önnur mannvirki sett á fót og kostuð af landsfé og hefir þetta þau áhrif, að jarðir meðfram vegunum og umhverfis mannvirkin hækka í verði. Þessa verðhækkun á landið í raun og veru, en ekki inir einstöku eigendur jarðanna. Ef landið ætti jarðirnar, nyti það ágóðans af verðhækkuninni á ýmsan hátt. Að vísu gæti landssjóður, eins og nú er, áskilið sér einhvern hluts af þessari verðhækkun, með því að leggja verðhækkunarekatt á eignir þær og jarðir, er hækka í verði fyrir aðgerðir ins opinbera. En hugðnæmara væri það þó, að landið sjálft ætti jarðirnar.

Sama er að segja um það, ef ráðist er í einhver framfarafyrirtæki, er lúta að jarðrækt, t. d. vatnsveitur í stórum stíl. Þá væri ólíkt hagkvæmara, ef landið ætti þær jarðir, er þar ættu hlut að máli.

Með því fyrirkomulagi sem nú er á jarðeignum í landinu, koatar það mikið stríð og erfiði að fá slíkum fyrirtækjum til leiðar komið. En ef landinu væri heimilaður forkaupsréttur að öllum jörðum, sem ganga kaupum og sölum, og það eignaðist þær með því móti smátt og smátt, þá væri öðru máli að gegna. Þegar landið sjálft er eigandi jarðanna, þá gengur alt greiðara í þessu efni og þá fyrst fær landið að njóta þeirra hlutdeildar í umbótum jarðanna,sem því ber með réttu.

Enn vil eg benda á það í þessu sambandi, að víðsvegar í heiminum er vöknuð hreyfing, sem fer í þá átt, að koma upp grasbýlabúskap, sem svo er nefndur á íslenzku máli. Það er búskapur í smáum stíl. Stórum jarðeignum er skift á milli manna og þeim siðan bygðir smáir jarðarpartar til grasbýlisábúðar. Þessa hreyfingu, sem að margra manna dómi er mjög svo þýðingarmikil fyrir landbúnaðinn, væri miklu hægara að efla, ef landið ætti sig sjálft. Þegar jarðirnar eru í eigu einstakra manna, á hún miklu erfiðara með að ryðja sér til rúms. Þá er miklu hættara við, að menn eigi frekar undir högg að sækja, að fá land með sæmilegum kjörum til grasbýlisábúðar, heldur en ef landið væri eigandinn.

Í mörgum löndum, svo sem í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Englandi hleypur ið opinbera ott undir bagga í þessu efni. Það heimilar mönnum lán, bæði til þess að kaupa landið og til húsabygginga. Annarsstaðar er landið selt á erfðafestu, og er það sérstaklegs þar sem ið opinbera á jarðirnar.

Eins og nú er ástatt, á þessi hreyfing mjög erfitt uppdráttar hér á landi. Þó að fjöldi jarðeigenda hafi hvergi nærri

Við alla jörð sína að gera, eru þeir þó oftast ófáanlegir til að láta af hendi jarðarakika til grasbýlismanna, þó að því væri að skifta.

Eg ætla ekki að fara út í það hér, hvort grasbýlastefnan er réttmæt miðuð við okkar kringumstæður, en eg þori þó að fullyrða, að grasbýlabúskapurinn á víða við hér á landi og gæti í mörgum sveitum orðið til mikilla nota. Eg vil að eins benda á það, að fjöldi manna, sem elst upp í sveitum og dvelur þar til fulltíða aldurs, verður, þegar hann vill fara að eiga með sig sjálfur, að fara burt úr sveitunum að sjónum eða af landi burt til Ameríku, einungis af þeim ástæðum, að engan jarðarpart er hægt að fá til ábúðar. Jarðarþrengslin eru orðin svo mikil, að í hvert skifti sem jörð losnar, eru tíu um einn, sem vilja komast að henni.

Þetta ásamt fleiru mælir með því, að landssjóði sé gefin heimild til forkauparéttar að þeim jörðum, sem ganga kaupum og sölum. Eg er vísa um, að sú heimild, áaamt því að nema úr gildi lögin um sölu þjóðjarða og lögin um sölu kirkjujarða, yrði til þess að koma meiri festu í jarðræktina og aðrar framfarir í landbúnaðinum.

Mér hefir aldrei getað skilist, að það gæti háð jarðræktinni, þó að landasjóður væri gerður að lánardrotni, ef svo væri búið um leigumálana og ábúðartímann, að ábúandinn nyti allra ávaxta af verkum sínum meðan hann lifði, og jörðin gengi svo í arf til niðja hana að honum látnum. Eg er miklu trúaðri á að það fyrirkomulag myndi ekki að eins gefa eins mikla, heldur jafnvel miklu meiri tryggingu fyrir umbótum í jarðræktinni, en það fyrirkomulag, sem nú er. Eg endurtek það sem eg sagði í byrjun ræðu minnar, að sjálfsábúðin er engan veginn trygð með núverandi fyrirkomulagi. Margir þeir sem festa kaup í jörðum, verða dauðir áður en þeir hafa borgað verðið að fullu. Og hvað verður þá úr sjálfsábúðinni að þeim látnum? það er alt í óvissu. Þó má benda á það, að þegar efnalitlir menn ráðast í jarðakaup, þá reisa þeir sér með því þann hurðarás um öxl, að það atendur í vegi fyrir því, að þeir geti sýnt jörðunum nokkurn verulegan sóma.

Eg skal svo ekki fjölyrða meira um tillöguna, en læt það ráðast, hvernig henni verður tekið. En eg vil vænta þess af hæstv. forseta, að hann beri upp hvern lið tillögunnar fyrir sig, þegar til atkvæða er gengið.