10.09.1913
Neðri deild: 56. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2368 í C-deild Alþingistíðinda. (2605)

118. mál, forkaupsréttur landssjóðs að jörðum um erfðafestuábúð

Stefán Stefánsson:

Mig furðar stórlega að þessi tillaga skuli vera komin frá háttv. 1. þm. Árn. (S. S.), þeim manni, sem flestum betur hefir haft tök á að kynna sér áhrif laganna um sölu þjóðjarða og kirkjujarða á landbúnaðinn. Eg hefi orðið var við alveg gagnstæð áhrif þeim, er hv. fltm. skýrði frá, sem sé mjög góð áhrif, og eg skil ekki í öðru en að hann, ráðunauturinn,hafi hlotið að verða var við þau á ferðum sínum hér á landi. Þess vegna furðar mig stórlega, að einmitt hann skuli verða til þess að flytja álíka tillögu, sem miðar ekki til annara en að eyðileggja aðalvísinn til þeirrar löggjafar, sem svo mjög hefir hvatt menn til að bæta og prýða jarðir sínar. Og það er ekki einasta, að þessi lög hafi hvatt menn til gera jarðir sínar að álitlegum og skemtilegum eignum, heldur hafa framkvæmdirnar sýnt að sú hefir raunin á orðið. Eg hofi haft góð tækifæri á, að kynnast þessu í minni sýslu, Eyjafjarðarsýslu, því að eg hefi nú um æðimörg ár verið mælingamaður jarðabóta þar í nokkrum hreppum. Og það er segin saga, að þær jarðirnar, sem eru í sjálfsábúð, hafa alt annan svip yfirleitt, en hinar, sem leiguliðar búa á. Einkum eru tún og og jafnvel engjar, þar sem því verður annars við komið, stórum bættar og öll umgengni og hirðing á jörðinni svo miklum mun betri. Auðvitað eru í þessu sem öðru nokkrar undantekningar. Þessi reynsla mín — og eg er ekki einn um hana — kemur illa heim við skoðun ráðunautsins, og er mér algerlega óskiljanlegt, hvernig honum hefir getað dulist þessi virkileiki.

Að fyrirmuna ábúandanum kaup á jörð, sem hann hefir setið mjög sómasamlega og bætt hana svo, að verð hennar hefir margfaldast, það er svo gagnstætt stefnu þingsins nú undanfarið, að eg skil ekki að nokkur verði til þess að ljá því atkvæði sitt.

Þá er það þessi erfðafestuábúðarréttur, sem maður heyrir svo oft rætt um. Eg ekil ekki, hvernig hægt er að búast við því, að hann geti samsvarað eignarréttinum og hvetji menn til að bæta jarðirnar eins og þeir eigi þær sjálfir. Ef menn eiga jarðirnar, sem þeir sitja, þá mega þeir sjálfir ráða sölunni á þeim, eftir að þeir hafa bætt þær, og með því móti geta þeir fengið fullkomið verð fyrir vinnu sína. En ef um erfðafestuábúðarrétt er að ræða og hann á að, reynast eins hvetjandi til jarðarumbóta, þá verða ábúðarskilyrðin að vera svo óeðlilega góð, að það er vart hugsanlegt að um nokkurn hagnað verði að ræða fyrir landssjóð og sé hvorki um hagnaðarhliðina að tala, né um meiri umbætur á jörðum að gera — ja, hvað er þá unnið ?

Eg get heldur ekki skilið, að meiri festa komi í jarðræktina ef landsjóður á jarðirnar. Ekki varð sú raunin á meðan landssjóður átti flestar jarðeignir í landinu. Og hver er nú raunin á um þær jarðir, sem hann á ? Það er alveg þveröfugt við það sem háttv. flutnm. (S. S.) heldur fram.

Að kaupendurnir deyi áður en þeir hafi borgað jarðirnar að fullu, það sannar ekkert um það, að sjálfsábúð sé verri en erfðafesta. (Sigurður Sigurðsson: Þær haldast ekki í sjálfsábúð). Eins og erfingjarnir geti ekki haldið áfram að sitja jarðirnar, bæta þær og borga þær, þó að fyrsti kaupandinn deyi. (Sigurður Sigurðsson: Hvaða trygging er fyrir því?) Það verður ekki sagt, að að þessu leyti geti ekki orðið eins góð trygging á. sjálfábúðinni, eina og erfðafestuábúðinni.

Þó að þessi kenning, sem háttv. flutningsm. heldur fram, sé útlend, þá er ekki synt, að hún sé happasæl fyrir íslenzkan landbúnað. Eg verð því eindregið að mæla á móti þessari tillögu, og mig mundi furða stórlega ef þingið gengi nú svona öldungis óathugað frá þeirri stefnu, sem það til þessa tíma hefir viðurkent mörgum árum saman að væri til stórbóta fyrir búnaðinn á þessu landi.