11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2389 í C-deild Alþingistíðinda. (2622)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Lárus H. Bjarnason:

Eg er sammála hæstv. ráðherra um það, að vér eigum að sýna sendimönnum erlendra ríkja kurteisi. En það er líka gert með viðaukatill. á þgskj. 792. Eg heyrði einn inna kgkj. þingm., Guðmund Björnsson landlækni, segja, eftir samtali við frakkneska ræðismanninn, að hann væri fyllilega ánægður með breyt.till. á þgskj. 792. En ef hann er ánægður; hví á þá að gera honum betri skil en hann sjálfur biður um?

Landsstjórninni er innanhandar að leita til þingsins um frekari undanþágur, ef hingað kæmu sendiræðismenn frá Englandi, Rússlandi, Tyrklandi eða annarastaðar að og þættust ekki geta lifað án sterkari drykkja en 15%. Úr því að sá sem beiðist, fær fullnægju sína, þá ættum vér að mega við una.