11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2457 í C-deild Alþingistíðinda. (2651)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Jón Magnússon:

Háttv framsögumaður hefir skýrt frá því, að nefndin sé. meðmælt breyt.till. járnbrautarnefndarinnar um það, að veita alt að 18000 kr. til áframhalds á rannsókn járnbrautarmálsins.

Eg skal ekki fremur en háttv. 1. þm. (G-K. (Br. K.) fara að vekja neinar deilur um þetta mál. Það er enginn tími til þess nú.

Eg skal geta þess, að þessi till. fer mikið gætilegar að en brt. háttv. 2. þm. Húnv. (Tr. B.) um, að veita að eina 4000 kr. til þessrar rannsóknar. Það er mikið gætilegra að veita ríflega til fullkominnar rannsóknar, áður en ráðist er út í slíkt stórfyrirtæki og þetta. Og það er ekki mikið fé, sem hér er farið fram á. Það er lítið í samanburði við stærð fyrirtækisins. Það munar ekki mikið um 20–30 þús. kr. til rannsóknar, þegar um fyrirtæki er að ræða, sem á að kosta alt að 4 milíónum kr. Það er bezt að gers sér sem nákvæmasta grein fyrir öllu áður en ráðist er í málið.

Það er vikið að því í nefndarálitinu; hvað það er sem meiri hlutinn óskar, að rannsakað verði betur. Það var talað um það í nefndinni, að æskilegt væri að fá útlendan járnbrautarfræðing úr einhverju fjallalandi til þessarar rannsóknar, en til þess þarf auðvitað talsvert fé.

Eitt atriði er það sem allir hljóta að vera samdóma um, að rétt sé að athuga, nefnilega það, hvort ekki mætti nota þá krafta, sem landið á sjálft til þess að knýja áfram vagnana, nefnilega rafmagn. Enn fremur er ástæða til að rannsaka meira en gert hefir verið, hvort snjóþyngsli geta ekki orðið til talsverðrar hindrunar.

Það ætti að vera svo ljóst, að óþarft væri að taka það fram, að það er varlegast, ef menn hugsa sér að koma þessu máli í framkvæmd, að rannsaka málið sem bezt áður.

Eg get ekki sagt beinlínis um það; hvernig nefndin hefir hugsað sér að þessu fé yrði varið. En umtal var um það, að Verja 12 þús. kr. í sambandi við það, að útvega útlendan járnbrautarfræðing. Afgangurinn yrði þá notaður á sama hátt og háttv. þm. Húnv. leggur til í sinni till. Annars er stjórninni treystandi til að verja ekki meiru af þessu fé, en bein þörf er á.

Ef meiri hluti háttv. þm. er þeirrar skoðunar, að járnbrautarmálið sé heilbrigt og gott mál, þá skil eg ekki annað en háttv. deild samþykki þessa till. Hún er svo hófleg sem frekast má vera:

Að svo mæltu álít eg óþarft að láta meira um till. að einni. Eg get vísað til nefndarálitsins, sem háttv. þingm. hafa væntanlega kynt sér. Vona eg svo að till. verði samþykt.

Eg skal ekki tala mikið um till. mína á þgskj. 848. Hana ber að skoða sem varatill. Hún fer fram á það, að skáldlaunin til Einars Hjörleifssonar verði ákveðin á sama hátt og þau voru upprunalega í stjórnarfrumv.

Nú hefir háttv. fjárlaganefnd lagt það til, að honum verði veitt sama upphæð og till. fer fram á alls, fyrra árið. Eg býst við, að sú till. verði borin upp fyrst og mun eg greiða henni atkvæði. Eg sé ekki, að það geri svo mikinn mun, fyrst upphæðin er sú sama. Eg ætla alls ekki að fara að tala um manninn, sem hlut á að máli. Hann er öllum kunnur og verk hans líka. Eg vil að eins mæla ið bezta með till. fjárlaganefndar.