11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2482 í C-deild Alþingistíðinda. (2656)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Stefán Stefánsson:

Það eru að eins nokkur orð sem eg vildi segja viðvíkjandi viðaukatill. minni á þgskj. 821. Eg þarf ekki að vera margurður, því að þetta er í þriðja skiftið sem till. er borin undir atkvæði deildarinnar og mundi það því ekki verða annað en endurtekning, ef eg færi að segja eitthvað um hana nú, eíns og reyndar fleiri ræður manna við þessa umræðu. Það sem hvatti mig til þess að bera till. fram í þriðja sinn, var það, að við 3. umr. hér í deildinni fékk hún svo óvenjugóðan byr, að hún var samþykt með 15 atkv. gegn 1 eða 2. Eg vildi þess vagns ekki hætta við svo búið, en taldi sjálf sagt að bera hana fram, jafn vel þó að mér virðist anda fremur kalt til hennar frá háttv. framsögum. fjárlaganefndar innar.

Eg hefi áður sagt, hverjar ástæður eru til þess, að fjárbeiðni þessi er fram komin, og hver nauðsyn er á brúarbyggingunni. Nauðsynin er aðallega í því fólgin, að skólabörn þurfa að sækja yfir ána mestan hluta Vetrar. Auk þess er öll aðalumferð austan Eyjafjarðarár af stóru svæði yfir hana allan þann tíma, sem Eyjafjarðará er óreið að vorinu. Það er ekki mikill munur á umferðinni austan Eyjafjarðarár, þar sem þessi á er, og vestan hennar þar sem þingið hefir þegar lagt fram fé til þriggja steinsteypubrúa. Þær brýr hefir landssjóður kostað að öllu leyti, en hér er að eins farið fram á að hann leggi til 1/4 af áætluðum kostnaði. Alt hitt ætlar eitt sveitarfélag að leggja fram auk all$ þess sem það þarf að leggja til annars, svo sem til akvegar eftir endilangri sveitinni. Til þess vegar er ekki einasta lagt fram svo hátt hreppavegagjald sem lög leyfa og sýsluvegagjald, heldur leggja menn einnig til ókeypis alimikla vinnu. Al þetta mælir svo mikið með brúargerðinni, að mér finst að þingið geti ekki leitt hjá sér, að sýna fyrirtækinu þó þann sóma að borga 1/4 af kostnaðinum. Mér virðist að þeir sem hér eiga hlut að máli, sýni svo mikinn dugnað, að leggja jafn-mikið til þessa fyrirtækis ofan á öll önnur skyldugjöld, að það sé virkilega viðurkenningarvert. Það eru einar 700 kr., sem hér er farið fram á. 1000-1200 kr. eru þegar fengnar, en 1800–2000 kr. eru enn ófengnar. Nú er í þann Veginn verið að byrja á brúarbyggingunni, og þingið getur þess vegna sagt, að brúin komist á þó að það leggi ekkert til hennar. En það sem hvatti menn til að hefjast handa einmitt nú, var það, að þeir búast við leiðbeiningum frá þeim manni, er stjórnar brúarbyggingunum vestan árinnar. Að því leyti kom það sér vel að koma brúnni á einmitt nú og draga það ekki lengur.

Eg skal svo ekki lengja umræðurnar frekar. Eg vona að háttv. þdm. sýni tillögunni sama hlýleik sem þeir gerðu Við 3. umræðu. Um aðrar till. ætla eg ekki að tala., menn hafa nú minst á þær flestar, en mun sýna það með atkvæði mínu, hvernig eg lít á þær.