11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2486 í C-deild Alþingistíðinda. (2658)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Ráðherrann (H. H.):

Eg vildi gera dálítið frekari grein fyrir þessum tveimur neium.

Eg sagði nei við fyrri spurningunni fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að eg get ekki vitað nema ein vantraustyfirlýsingartilraunin enn sé á ferðinni og að eg þess vegna fái ekki tækifæri til að fara með þetta mál. Í öðru lagi get eg dáið og alla vegu dottið úr sögunni. En það þykir mér undarlegt, ef stjórnin hefir óbundnar hendur um alla kosti og kjör lángina, ef ekki verður hægt að merja það út með einhverju móti einhvers staðar. Þá er orðið lítið úr lánstraustinu, sem sumir gera svo mikið úr að við höfum, og þá skil eg ekki, hvernig menn geta búist við milljónalánum þeim í kaupum á bankavastabréfum, sem geri var ráð fyrir í umræðunum um ina nýju 4. seríu.

Síðari spurningunni svara eg með neii af líkum ástæðum. En eg hygg þó, að ef félagið vill samningana, þá standi ekki á stjórninni, nema ef félagið setur algerlega óaðgengilega kosti. (Björn Kristjánsson: Þetta er ekki beint svar). Það er ekki hægt að svara spurningunni öðruvís. Það er alveg áreiðanlegt, að félaginu er óhætt að semja við landssjóðinn áður en nokkur trygging er fengin fyrir því að hann fái lánað til aktíukaupa. Félagið getur jafnvel óhætt gert samninginn nú í dag, áður en nokkur tilraun er gerð til þess að útvega lánið. Og þegar samningurinn er gerður, er fallnægt skilyrðinu fyrir því, að félagið fái 40[0?]þús. kr. styrkinn úr landssjóði.