11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2488 í C-deild Alþingistíðinda. (2660)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Kristinn Daníelsson:

Eg vildi segja örfá orð viðvíkjandi því, sem hv. ráherra lét í ljós um þessa litlu breytingartillögu mína, sem fer í þá átt, að landssjóður kaupi vitalóðina á Reykjanesi. Eg kannast við það sem hæstv. ráðherra sagði, að réttara hefði verið að maðurinn hefði snúið sér skriflega til stjórnárráðsins í þessu efni. En það hefir hann einmitt gert, þó að sú málaleitun hafi ekki komið til hæstv. ráðherra sjálfs. Slík smávægileg erindi eru víst venjulega afhent landritara. Þegar landritarinn var hér á þinginu í aumar, átti eg tal við hann um þetta efni og lofaði hann þá að beina því til fjárlaganefndarinnar. Síðar inti eg hann eftir þessu og kvaðst hann þá, að vísu, ekki hafa afgreitt þetta til nefndarinnar, en hann lofaði að gera það. Eins og eg gat um, er umsjónarmaður vitanna þessu eindregið meðmæltur og gaf hann mér vilyrði um, að gefa stjórnarráðinu upplýsingar því viðvíkjandi.

Reiddi eg mig fastlega á að hann hefði gert það. Viðkomandi maður hefir því ekkert forsómað að gera af því sem honum bar að gera í þessu efni. Enda skildi eg ekki orð hæstv. ráðherra svo, að hann vildi leggja á móti þessum kaupum. Verðið er líka svo lágt, að landssjóði má á sama standa, hvort hann geldur árlega leigu eftir þennan blett eða hann geldur þetta litla verð fyrir hann. Eg skal svo ekki fjölyrða meira um þetta, en vona, að háttv. deild samþykki þessa litlu tillögu mína.

Eg get ekki stilt mig um, að minnast á brtill. á þgskj. 825; sem eg hefi ritað nafn mitt við, um skilyrðin fyrir fjárveitingunni til Eimskipafélagsins. Eg vil undirstryka það, að mér þykir næstum sómi þingsins liggja við, að það geri ekki Eimskipafélaginu erfiðara en nauðsyn er á, að geta orðið til. Við höfum lagt til, að síðari hluti athugasemdarinnar við þennan lið falli burt. Helzt hefði eg kosið að hún hefði öll fallið burt.

Það er svo sem auðvitað, ef félagið kemst ekki á fót, þá er ekki um neinn styrk að tala. En mér finst óviðkunnanleg þessi »ef«, sem sett eru við þessa tillögu, finst þau eigi að takast burt. Það er ekki hlutverk þingsins, að setja »et« inn í þetta mál. Þjóðin ætlast miklu fremur til, að það taki ef-in. burtu. Menn voru í efa úti um land, hvort úr þessu gæti orðið, og við vorum spentir úti um land að fá fréttir um, hvort takast mundi að safna nægilegu fé til að koma Eimskipafélaginu á fót. Ná hafa undirtektirnar orðið svo eindæma góðar með þjóð vorri, að auðaætt er, að þjóðin hefir treyst þinginu til að láta þetta mál ekki stranda á sér. Það er undarlegt, að gömlum og útlendum viðskiftavinum landsina í samgöngumálinu hefir aldrei verið sett slíkt skilyrði, en þegar innlent félag er að rísa á stofn, þá er því sett skilyrði undir eina, sem gera því, að margra dómi — eg segi ekki allra — mjög erfitt eða jafnvel ómögulegt að komast á legg.

Eg leyfi mér því enn að skora fastlega á hv. deild, að nema bunu þetta skilyrði, sem getur hamlað því, að félagið komist á stofn. Eg sé ekki betur en þingið sýni það með þessu skilyrði, að það sé að vinna með hangandi hendi að því að styðja félagið.