12.09.1913
Neðri deild: 58. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2512 í C-deild Alþingistíðinda. (2669)

62. mál, rafveita fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

Framsögum. (Jón Ólafsson):

Herra forseti ! Þetta frv., sem er upprunníð hér í deildinni, hefir tekið dálitilli breytingu í háttv. efri deild, sem gengur í þá átt, að í stað þess að við bundum það við kaupstaði og sjálfstjórnar-kauptún, hefir efri deild viljað víkka það svo, að það nái til allra kauptúna á landinu. Hinsvegar hefir hún séð, að þá þyrfti nánari ákvæða og því hefir hún lagt til, að lögin gildi að eins til 1. Jan. 1916, í þeirri von, að lagt verði fyrir næsta þing frv. til þeirra breytinga á lögunum, sem reynslan leiðir í ljós að þörf er á. Þessi breyting er í rauninni ekki smávægileg, en er þó þess eðlis, að við viljum ráða deildinni til að samþykkja frumvarpið þannig breytt, því að öðrum kosti mundi það deyja út. Sumir kaupstaðir hafa þegar lagt rafleiðslu hjá sér og þurfa því á slíkum lögum að halda nú þegar. Það getur ekki talist frágangssök að samþykkja frumvarpið, þar sem hægt er að gera sér von um, að næsta þing breyti lögunum og bæti eða lengi tímann, sem þau eiga að gilda.

Af þessum ástæðum verðum við að ráða deildinni eindregið að samþykkja frumvarpið eins og það kom frá efri deild.